Instagram erfiðleikar

Jæja nú erum við komin með nýjan Instagram aðgang - eflaust margir sem skilja ekkert í því. En maður er jú alltaf að gera mistök, sem var til dæmis umræðuefni á janúar námskeiðinu, þau eru nauðsynleg til að vera alltaf að læra. 

Ég stofnaði sem sagt Instagram aðgang fyrir Absolute Training: absolute_training_iceland með netfangi sem er ekki til og netfangi sem er ekki hægt að búa til. Það var hins vegar ekkert vandamál við stofnun aðgangsins en þegar ég ætlaði að senda Elfu og Heiðu upplýsingar til að skrá sig inn á aðganginn þá lenti ég í meira veseni. Þá fór ég að reyna að breyta netfanginu - en fékk þá alltaf staðfestingarkóða til að staðfesta breytinguna á netfangið sem er ekki til. Þá væntanlega lítur út fyrir að ég sé að reyna að komast inn á aðgang sem ég á ekki, þar sem ég hef ekki aðgang að netfanginu sem er skráð fyrir aðganginum. 

Ég er núna búin að vera í samskiptum við Facebook í viku með litlum árangri. Við erum því með nýjan Instagram aðgang: the_absolute_training - endilega fylgið okkur þar. Við munum endurvekja hinn aðganginn þegar við komumst aftur inn á hann. Þá munum við nota báða aðganga en absolute_training_iceland verður hugsaður eingöngu fyrir íslenskan markað og the_absolute_training fyrir alþjóðlegan markað í framhaldinu. 

Afsakið þetta, þið sem hafið verið að fylgja okkur á absolute_training_iceland. Ég vona að þið fylgið okkur yfir á the_absolute_training og svo á báðum síðum í framhaldinu. 

Takk fyrir stuðninginn og áhugann. 

         

Leave a comment

Name .
.
Message .

Please note, comments must be approved before they are published