ABSOLUTE TRAINING FJARÞJÁLFUN SÖNDRU

ABSOLUTE TRAINING FJARÞJÁLFUN SÖNDRU

Regular price
11.990 kr
Sale price
11.990 kr
Tax included.

Absolute Training fjarþjálfun hjá Söndru

Þjálfari fjarþjálfunar: Sandra Björg Helgadóttir  

Áhersla í fjarþjálfun Söndru: Styrkur, mótun vöðva og úthald

Fjarþjálfunin hjá Absolute Training er þjálfun í andlegri og líkamlegri heilsu. Fjarþjálfunin inniheldur 12 æfingar sem henta öllum sem vilja bæta líkamlega getu og heilsu, þjálfa með sér jákvætt hugarfar og setja sér markmið og vinna markvist að þeim í hverri viku. 

Andlegi þátturinn: Þú færð aðgang að myndböndum með andlega hlutanum í appinu TrueCoach og svarar spurningum og verkefnum þar sem þér hentar. 

Líkamlegi þátturinn: Þú færð aðgang að líkamlegu æfingunum með myndböndum í appinu TrueCoach. 

Einnig verður Facebook grúppa fyrir alla iðkendur

Haust fjarþálfunin hjá Söndru verður með eftirfarandi sniði:

"Ég hef stundað líkamsrækt frá því ég var 14 ára gömul og einkaþjálfað frá því ég var 18 ára. Á þeim tíma hef ég lært ótal margt, hvað mér finnst virka vel við mótun vöðva, hvernig maður nær púlsinum upp á lyftingaræfingum og hvernig maður nær að halda honum uppi út æfinguna og þannig á sama tíma náð að byggja upp góðan styrk og gott úthald og þol. Vika 1 í hverjum mánuði er með minnstu ákefðina, út mánuðinn byggist svo ákefðin upp hægt og rólega. Þannig getur þú hámarkað árangur þinn í hverjum mánuði og hlaðið batteríin í upphafi hvers mánaðar fyrir hvert tímabil.

Allar æfingar innihalda styrk, HIIT og kvið-/bakæfingar. HIIT æfingarnar koma annarsvegar fram sem finisher (þar sem þú gefur þig alla/allann í síðustu æfingu dagsins) sem og keyrsla í miðri æfingu til að ná púlsinum vel upp. 

Ég hvet þig til að skuldbinda þig í 4 mánuði þessa önnina til að sjá árangurinn. Það er erfitt að sjá langvarandi árangur á einum mánuði, ef þú sérð fólk ná gífurlegum árangri á mánuði eða minna, þá í flestum tilfellum eru einhverjar öfgar í gangi, ég hvet þig því til að skuldbinda þig í að æfa 3-4 sinnum í hverri viku fram að jólum og tryggja þér þannig langvarandi árangur." - Sandra 

Áhersla vikunnar er svona (athugaðu að þú stjórnar því á hvaða dögum þú tekur æfingarnar, þú sérð heila viku í senn í appinu og þú getur tekið æfingar vikunnar á hvaða degi sem þér hentar, þetta er einungis tillaga að æfingarviku)." 

Þriðjudagar: Bak og brjóst

Fimmtudagar: Rass og læri - neðri líkami

Föstudagar: Hendur og axlir

Laugardagar: Cardio / brennsla 

Í boði eru tvennskonar prógröm: 

GYM: Þetta prógram miðast við að iðkandi hafi aðgang að fullbúinni líkamsrækt.

Body Weight: Þetta prógram miðast við að iðkandi hafi aðgang að litlum sem engum æfingabúnaði. Það er ekki nauðsynlegt að eiga nein áhöld til að geta framkvæmt æfingar í þessu prógrammi. Búnaður sem er hentugt að eiga: Minibönd (fást hér), 2 lóð, eina bjöllu, sippuband, pall/koll til að stíga upp á. Svo má nýta frumlegar aðferðir við það að búa til lóð, t.d. fylla flöskur af vatni, nýta þungar bækur og annað. 

 

Tímabil þjálfunar: 1.september - 27.september (4 vikna tímabil)

Tímabil þjálfunar: 1. september - 22. desember (16 vikna tímabil)