ABSOLUTE TRAINING FJARÞJÁLFUN KOLLU BJÖSS

ABSOLUTE TRAINING FJARÞJÁLFUN KOLLU BJÖSS

Regular price
11.990 kr
Sale price
11.990 kr
Tax included.

Absolute Training fjarþjálfun hjá Kollu Bjöss 

Þjálfari fjarþjálfunar: Kolla Bjöss

Fjarþjálfunin hjá Absolute Training er þjálfun í andlegri og líkamlegri heilsu. Fjarþjálfunin inniheldur 12 æfingar sem henta öllum sem vilja bæta líkamlega getu og heilsu, þjálfa með sér jákvætt hugarfar og setja sér markmið og vinna markvist að þeim í hverri viku. 

Andlegi þátturinn: Þú færð aðgang að myndböndum með andlega hlutanum í appinu TrueCoach og svarar spurningum og verkefnum þar sem þér hentar. 

Líkamlegi þátturinn: Þú færð aðgang að líkamlegu æfingunum með myndböndum í appinu TrueCoach. 

Einnig verður Facebook grúppa fyrir alla iðkendur

"Heilbrigður lífsstíll á ekki að snúast um að pína sig áfram á hnefanum, hann snýst um jafnvægi. Í fjarþjálfununni eru hugmyndir af valmöguleikum af fæðu þar sem ég gef tekið saman hugmyndir af morgun-, hádegis-, milli- og kvöldmál. Ef einhver kannast við að detta í ruglið er það ég, trúðu mér þú ert ekki ein. Þetta snýst allt um JAFNVÆGI og velja það besta fyrir þig."

"Hvort sem þú er vanur eða byrjandi og vantar að koma þér af stað, þá ertu velkomin. Ég legg mig fram við að hafa æfingarnar fjölbreyttar, sveiganlegar og einfaldar. Áherslan er að hjálpa þér að auka líkamsvitund og að þú lærir að finna hvar mörkin þín liggja. Að læra að forgangsraða hlutunum svo þú hafir meiri tíma fyrir þig. Þú lærir að horfa ekki bara á ytri gildin, því lífið er svo miklu meira heldur en að líta vel út, grennast eða komast í flottari buxur. Þú lærir að horfa oftar á innri gildin þín, hvað raunverulega skiptir þig máli. Að aukin orka, meira jafnvægi, gleði, hamingja og að geta gefið meira af þér skiptir meira máli en að komast í flottari buxur. Segðu bless við neikvæða vana, siði, trú sem hafa verið að vinna á móti þér og umkringdu þig fólki sem hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á þig. Við þurfum að byrja einhversstaðar, afhverju ekki hér?"