Þjálfaranámskeið Absolute Training - næst í ágúst 2023

Þjálfaranámskeið Absolute Training - næst í ágúst 2023

Regular price
59.900 kr
Sale price
59.900 kr
Tax included.

Þjálfaranámskeið Absolute Training er skilyrði til þess að geta farið að þjálfa Absolute Training námskeið. 

Á þjálfaranámskeiðinu er farið yfir 12 mánaða æfingaprógram Absolute Training í andlegri þjálfun. Einnig er farið í áhersluatriðin í líkamlegu þjálfuninni sem og gildi fyrirtækisins. 

Á námskeiðinu munt þú styrkjast sem þjálfari, þú munt skerpa þjálfunartækni þína og fara sjálf/sjálfur í gegnum æfingarnar í andlegu þjálfuninni og þannig kynnast sjálfri/sjálfum þér enn betur sem gerir þér kleift að miðla reynslu þinni á skilvirkari hátt og þannig leiðbeina þátttakendum Absolute Training betur. 

Hugmynd Absolute Training er að sameina þjálfara undir einum hatti sem hafa áhuga á að þjálfa líkamlega og andlega heilsu. Í öllu markaðsefni eru þjálfarar vel kynntir og námskeið auglýst. Með þessu móti munu þjálfarar líka fá auka auglýsingar umfram þar sem þeir eru sjálfir að kynna sig. 

Þjálfari námskeiðs: Sandra Björg Helgadóttir og Lára Hafliðadóttir 

------------------------------------------------------------

Tímasetning

Miðvikudagurinn 23. ágúst 2023 - kl. 17 - 22 (Staðsetning: World Class Laugum) 

Dagskrá námskeiðs

17:00 - 17:30 Gildi Absolute Training og einkenni þjálfara 

17:30 - 18:30 Andlega þjálfun Absolute Training - heils árs yfirlit

18:30 - 18:45 Pása

18:45 - 19:15 Andlega þjálfun Absolute Training - Þjálfarar vinna verkefni út frá sér persónulega

19:15 - 19:30 Pása 

19:30 - 21:30 Áherslur í þjálfun á andlegu æfingunum

21:30 - 21:45 Áherslur í þjálfun á líkamlegu æfingunum 

21:45 - 22:00 Samantekt 

------------------------------------------------------------

Til að verða Absolute Training þjálfari þarf að senda umsókn á sandra.helgad@gmail.com. Helstu skilyrði eru að viðkomandi sé með þjálfararéttindi, einkaþjálfararéttindi eða önnur réttindi sem sýna fram á að viðkomandi sé með þekkingu á mannslíkamanum til að leiðbeina fólki í allskyns æfingum. 

Viðkomandi þarf svo að vera tilbúin að fara í gegnum þjálfaranámskeið Absolute Training (sem þú getur skráð þig á hér) til að kynnast efni námskeiðsins sem er þjálfað í andlega hlutanum. 

------------------------------------------------------------

Möguleiki er að fá námskeiðið styrkt af stéttarfélagi.