ABSOLUTE TRAINING FJARÞJÁLFUN TELMU FANNEYJAR

ABSOLUTE TRAINING FJARÞJÁLFUN TELMU FANNEYJAR

Regular price
11.990 kr
Sale price
11.990 kr
Tax included.

Absolute Training fjarþjálfun hjá Telmu Fanney

Þjálfari fjarþjálfunar: Telma Fanney

Fjarþjálfunin hjá Absolute Training er þjálfun í andlegri og líkamlegri heilsu. Fjarþjálfunin inniheldur 12 æfingar sem henta öllum sem vilja bæta líkamlega getu og heilsu, þjálfa með sér jákvætt hugarfar og setja sér markmið og vinna markvist að þeim í hverri viku. 

Andlegi þátturinn: Þú færð aðgang að myndböndum með andlega hlutanum í appinu TrueCoach og svarar spurningum og verkefnum þar sem þér hentar. 

Líkamlegi þátturinn: Þú færð aðgang að líkamlegu æfingunum með myndböndum í appinu TrueCoach. 

Einnig verður Facebook grúppa fyrir alla iðkendur

Haust fjarþjálfun hjá Telmu Fanney verður með eftirfarandi sniði:

Það eru tvenns konar prógröm í boði hjá Telmu:

Bodyweight: Þar sem langflestar æfingarnar eru framkvæmdar með eigin líkamsþyngd eða léttum þyngdum og er því tilvalið að grípa í ef þú ert á ferðalagi eða langar til að taka góða æfingu heimafyrir án mikillar fyrirhafnar. Þú þarft í rauninni engin tæki & tól fyrir þetta prógram en það er ekki verra ef þú átt t.d. 1x handlóðasett, æfingadýnu og æfingateygjur (fást hér) til að gera æfingarnar örlítið meira krefjandi. Annars er líka hægt að láta hugann reika og nota það sem er til heima fyrir eins og vatnsflöskur, potta eða bækur sem þyngdir. Þú getur svo auðvitað framkvæmt æfingarnar í þessu prógrammi í ræktinni líka.

Gym: Prógram sem er sniðið fyrir þá sem vilja æfa í tækjasal í líkamsræktarstöð og með meiri þyngdir. Helsti munurinn á þessum tveimur prógrömmum er þá þessi: Í BODYWEIGHT prógramminu áttu ekki að þurfa neitt nema þig sjálfa/nn til eiga GEGGJAÐA æfingu, þar eru meiri hopp & keyrsla til að ná púlsinum vel upp. Í GYM prógramminu eru æfingar með meiri þyngdum og æfingar í tækjum sem krefjast þess að þú hafir aðgang að líkamsrækt.

Bæði prógrömmin eru þrískipt og skiptast svona:

Mánudagur: Neðri líkami með mikla áherslu á rassvöðvana og aftanverð læri. Við byrjum þessa daga alltaf á smá ,,glute activation’’ æfingum til að kveikja vel í rassvöðvunum og tökum svo öfluga æfingu í kjölfarið. Við notum krefjandi þyngdir í GYM prógramminu á þessum dögum en meiri cardio/brennslu í BODYWEIGHT prógramminu.

Miðvikudagur: Efri líkami, hér gerum við æfingarnar á miklu og góðu tempói og keyrum púlsinn vel upp. Við notum líkamsþyngd eða létt lóð hér og gerum fleiri endurtekningar. Þessar æfingar vinnum við mjög oft á tíma, t.d. 30sec on/15sec off. Áherslan hér er að tóna allan efri líkamann með fjölbreyttum æfingum og ég blanda oft saman nokkrum æfingum í eina (combo æfingar) til að gera þetta fjölbreytt og skemmtilegt.

Föstudagar: Allur líkami, við tökum alltaf góða keyrslu á föstudögum þar sem við reynum á allan líkamann. Fjölbreyttar æfingar sem ná púlsinum vel upp!

,,Þessi skipting er byggð á því hvernig mér hefur fundist skemmtilegast að æfa og hvað hefur hjálpað mér að ná bestum árangri. Ég er búin að prófa svo ótrúlega margt sjálf í gegnum tíðina og finnst ég loksins búin að finna mína uppáhalds æfingarútínu og skiptingu á æfingum. Ég reyni sjálf alltaf að taka krefjandi æfingar fyrir neðri part með góðum þyngdum og færri endurtekningum. Þá geri ég æfingarnar hægt og passa vel upp á ,,mind-muscle connection’’, þ.e.a.s. að beina allri minni athygli á þann líkamspart sem ég er að þjálfa og vanda mig við beitingu. Síðan finnst mér svo ótrúlega gaman að gera meiri tempó/brennslu æfingar fyrir efri líkama og allan líkama. Auk þess finnst mér ótrúlega gaman að fá endurgjöf á æfingarnar frá kúnnunum mínum í þjálfun og betrumbæta prógrömmin út frá því. Ég hlakka sjúklega til að taka vel á því með þér í haust og hjálpa þér að ná þínum markmiðum andlegum sem líkamlegum." -Telma Fanney

Matarleiðbeiningar og næringarráðgjöf:

"Allir sem skrá sig í þjálfun hjá mér fá sent skjal með matarleiðbeiningum og næringarráðgjöf. Skjalið inniheldur hugmyndir af vikumatseðli, máltíðum, millimálum og einföldum uppskriftum. Ásamt almennum fróðleik um mat & næringu.Markmiðið mitt er að kenna fólki að borða holla & góða næringu og tileinka sér heilbrigðan lífstíl sem hægt er að fylgja út alla ævina." - Telma Fanney