Absolute Training hlaupafjarnámskeið Láru

Absolute Training hlaupafjarnámskeið Láru

Regular price
14.990 kr
Sale price
14.990 kr
Tax included.

Absolute Training hlaupafjarnámskeið
Þjálfari: Lára (IG: larhaf)
Námskeiðið hefst 10.janúar

Janúar námskeið: 4 vikur: 14.990 kr
Janúar - febrúar: 8 vikur: 26.982 kr. (13.491 kr. mánuðurinn - 10% afsláttur)

Janúar - mars: 12 vikur: 38.225 kr. (12.741 kr. mánuðurinn - 15% afsláttur
Janúar - apríl: 16 vikur: 47.968 kr. (11.992 kr. mánuðurinn - 20% afsláttur)

HIIT eða hjól (1x í viku í 4 vikur): 2000 kr. (2 mánuðir: 3.600 kr., 3 mánuðir: 5.100 kr., 4 mán: 6400 kr.)
HIIT og hjól  (1x í viku hvort): 3000 kr. (2 mánuðir: 5.400 kr., 3 mánuðir: 7.650 kr., 4 mán: 9600 kr.)

Við skráningu svarar þátttakandi spurningum sem Lára notar til að einstaklingsmiða prógramm viðkomandi. 

Fyrirkomulag:

Allar æfingar fara fram í gegnum appið TrueCoach.
Hver æfing byrjar á upphitun og endar á niðurskokki og teygjum (sjá nánar fyrir neðan) 

2-4 hlaupaæfingar (fer eftir getu og óskum hvers og eins – sama verð)
1 styrktaræfing
(val um hjól og/eða HIIT)*
3 andlegar æfingar

*Hægt verður að bæta við prógrammið einni HIIT æfingu í viku, sem er keyrsluæfing sem tekur ca 30 mínútur. Notast er við þrektæki eins og róðrarvél, assault hjól, hjól eða hlaupabretti og svo bodyweight æfingar eða æfingar með þyngdir. 

*Einnig verður hægt að bæta við prógrammið einni hjólaæfingu í viku (cbc / swift), en þær æfingar verða einnig keyrsluæfingar. 

Hlaupa-fjarnámskeiðið Láru:
Er hugsað fyrir alla sem vilja fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem byggja upp góðan grunn fyrir sérhæfðari þjálfun þegar nær dregur sumri. 

Námskeiðið er fyrir alla. Bæði algjöra byrjendur sem hafa aldrei hlaupið áður eða þá sem eru að koma til baka eftir langa pásu, og munu jogga og ganga á sínum æfingum. Námskeiðið er líka fyrir þá sem eru með ágætan/góðan grunn í hlaupum og vilja koma sér aftur af stað og/eða stefna á bætingar fyrir næsta sumar.

Námskeiðið er með fókus á að byggja upp góðan grunn fyrir næsta hlaupasumar. Byrjendur fylgja eigin tilfinningu og líðan, skokka og ganga til skiptis og byggja þannig upp þolið sitt hægt og rólega. Aðrir vinna mikið með púlsinn, en ég nota hann einna helst í hægari hlaupunum til þess að stjórna því að ekki sé hlaupið of hratt. Það er þó engin krafa að notast við púlsmæli, en ég tek alltaf skýrt fram hvernig tilfinningin á að vera á hverri æfingu og erfiðleikastig frá 1-10. Fyrstu vikurnar og mánuðina er því aðaláhersla á grunnþolið þar sem mikið er um hægari hlaup – sem þó eru fjölbreytt.  Við tökum svo líka brekkuspretti, brekkuhlaup (eða vinnum með hallann á hlaupabrettinu) ásamt hraðari æfingum sem keyra púlsinn vel upp – allt eftir getustigi og markmiðum hvers og eins.

Hver æfing byrjar á upphitun og endar á niðurskokki og teygjum.
Hverri upphitun verður skipt í 3 parta. Fyrsti partur er mobility æfingar, partur 2 eru virkjandi æfingar og í lokin hlaup/skokk/rösk ganga og hraðaaukningar. Moblity æfingarnar og virkjandi æfingarnar væri einnig hægt að nýta sem aukaæfingu/recovery æfingu á öðrum dögum.

Styrktaræfingarnar verða stigvaxandi út prógrammið þar sem fókus er á að byggja upp vöðvaþol, styrk og svo sprengikraft þegar nær dregur sumri.

Andlegi þátturinn: Þú færð aðgang að 5-10 mínútna myndböndum fyrir hvern tíma, 3 tíma í viku í 4 vikur fyrir hvert tímabil. Þú getur kosið að svara þeim spurningum og verkefnum sem koma fyrir í appinu TrueCoach eða þar sem þér hentar, hvort sem það er í stílabók, tölvu eða annar staðar. Þú getur keypt Absolute Training stílabók sem er sérstaklega gerð fyrir verkefni þjálfunarinnar HÉR

    Eftir skráningu fær viðkomandi tölvupóst frá þjálfara námskeiðsins með frekari upplýsingum um fyrirkomulag og aðgang að appinu.