
Gleðilegt sumar! Við ætlum að skella okkur á útiæfingar í sumar í samstarfi með Collab. Á öllum æfingum verða 3-4 þjálfarar frá Absolute Training, ískaldur Collab og dúndrandi tónlist og stuð!
Við lofum þér góðri skemmtun, góðri æfingu og reynum að lofa góðu veðri líka!
Æfingarnar verða á eftirfarandi dögum á mismunandi stöðum:
Miðvikudaginn 6. júlí kl. 17:00 - Himnastiginn Kópavogi
Miðvikudaginn 20. júlí kl. 17:00 - Við Sjáland í Garðabæ
Miðvikudaginn 3. ágúst kl. 17:00 - Elliðadalnum, mæting hjá Toppatöðinni - sjá leiðarlýsingu Google Maps hér
Þú getur skráð þig á staka æfingu eða allar 3 æfingarnar.
Við sendum svo frekari upplýsingar á þá sem eru skráðir áður fyrir æfinguna. Ef þú hefur einvherjar spurningar, ekki hika við að senda okkur línu á Instagram @the_absolute_training eða á absolutetrainingiceland@gmail.com.
Hámarksfjöldi á hverja æfingu eru 40 manns.
Frítt fyrir alla iðkendur Absolute Training - sendu okkur línu fyrir afsláttarkóða!