Þjálfarar
Við erum svo stolt af teyminu okkar. Allir þjálfarar Absolute Training eiga það sameiginlegt að brenna fyrir því að hjálpa öðrum að vaxa sem einstaklingar og ná árangri andlega og líkamlega. Þú getur skoðað þessa síðu og kynnt þér alla þjálfarana okkar eða fundið nafnið á tilteknum þjálfara í listanum hér að neðan, ýtt á nafnið og fengið þannig upplýsingar um þann þjálfara. Ef þú hefur frekari spurningar til þjálfarana, endilega sendu okkur póst á absolutetrainingiceland@gmail.com og við tengjum þig við þann þjálfara.
Bryndís Ósk Valdimarsdóttir
Elfa Rut Gísladóttir
Elfa Rut er með einkaþjálfararéttindi frá einkaþjálfaraskóla World Class. Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu og heilsu. Elfa hefur verið spinning- og hóptímaþjálfari í World Class í nokkur ár.
Elfa Rut hefur mikinn áhuga á hjálpa öðrum að ná árangri og er dugleg að ýta fólki áfram í ræktinni og í lífinu.
Harpa Ásgeirsdóttir
Harpa er 35 ára tveggja barna móðir. Hún hefur alla tíð stundað íþróttir og þá aðallega fótbolta og haft mikinn áhuga heilsu almennt.
Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu og að hjálpa fólki að finna ástríðuna og gleðina sem að fylgir því að hreyfa sig. Harpa er menntaður grunnskólakennari og hefur tekið þjálfaranámskeið hjá KSÍ. Hún er að byrja að læra einkaþjálfarann og stefnir á að ljúka því námi 2022. Harpa er einnig í styrktarþjálfunarnámi í Keili sem hún útskrifast úr í júní 2022.
Helga Sigrún Ómarsdóttir
Hrafnhildur Ólafsdóttir
Hrafnhildur fékk alþjóðleg einkaþjálfararéttindi frá Intensive PT sumarið 2020. Hún er einnig viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reyjavík ásamt því að hafa lokið mastersnámi í fjármálum frá Queen Mary University of London árið 2018 en hún starfaði sem fjármálaráðgjafi í 2 ár.
Hrafnhildur prófaði margar íþróttir sem barn en fann sig að lokum í blaki sem hún æfði fram á unglingsárin en hætti að lokum vegna meiðsla. Það var ekki fyrr en árin 2015-2016 sem Hrafnhildur fann sig í Crossfit ásamt því að skrá sig í fjarþjálfun og fann í kjölfarið brennandi áhuga á lyftingum og heilsurækt.
Á seinustu árum hefur hún einnig tekið aftur upp á því að æfa blak og hefur mikinn áhuga á íþróttinni. Hrafnhildur hefur alltaf haft mikinn áhuga á að hjálpa öðrum og hefur nú fundið ástríðuna við að hjálpa fólki við að ná markmiðunum sínum og öðlast heilbrigðari lífstíl.
Inga Þóra Ingadóttir
Inga er 36 ára, tveggja barna móðir, sem hefur brennandi áhuga á að hjálpa fólki að betrumbæta lífstíl sinn með því að verða besta útgáfan af sjálfum sér.
Inga er með fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum sem iðkandi, þjálfari og kennari. Hún er íþróttafræðingur frá Íþróttakennaraháskóla Íslands á Laugarvatni, CrossFit Level 2 þjálfari og með einkaþjálfararéttindi frá Montgomery Háskóla í Bandaríkjunum.
Síðustu 15 ár hefur Inga starfað sem hóp og einkaþjálfari bæði á Íslandi, Lúxemborg, Víetnam og í Belgíu og rekið CrossFit stöð í Lúxemborg. Hún hefur þjálfað fólk á öllum aldri, frá börnum og unglingum, upp í eldri borgara, fólk í mikilli yfirþyngd og atvinnuíþróttamenn.
Inga elskar að setja sér háleit markmið og stíga útfyrir þægindarammann. Hún hefur keppt á ótal mótum í fimleikum og frjálsum íþróttum, Heims- og Evrópuleikum í CrossFit, orðið bikarmeistari í Módel Fitness og tekið þátt í Navy Seals Hell Weekend svo eitthvað sé nefnt.
Jóhanna Jóhannsdóttir
Katrín Ösp Jónasdóttir
Katrín Ösp dýrkar að vinna að bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Hún hefur þjálfað hópatíma í World Class síðan 2014 og elskar að peppa fólk áfram og skipuleggja góðar æfingar.
Katrín hefur verið íþróttaálfur síðan hún man eftir sér, lærður einkaþjálfari og er nú í meistaranámi í Íþróttavísindum og þjálfun í Háskóla Reykjavíkur.
Kolla Björnsdóttir
Kolla Bjöss er með IAK einkaþjálfararéttindi og NLP practitioner. Hún hefur þjálfað Body pump og Body step frá Les Mills, Tae Bo, spinning , Metabolic Ísland.
Kolla hefur 20 ára reynslu sem hóp- og einkaþjálfari, ásamt því að vinna sem NLP markþjálfi/hugarþjálfi. Ástríðan hennar Kollu er FÓLK, hún brennur fyrir að hjálpa fólki að finna styrkinn sinn til að verða besta útgáfan af sjálfum sér
Lára Hafliðadóttir
Lára er lauk meistaranámi í Íþróttafræði við HR sumarið 2021. Námið stundaði hún í kostuðu samstarfi við KSÍ. Lára var fyrir með meistaragráðu í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Lára er með einkaþjálfararéttindi frá NASM og NPTI í Bandaríkjunum, Crossfit level 1 þjálfararéttindi, auk þess að hafa tekið ýmis önnur námskeið m.a. í styrktar-, sprengikrafts- og snerpuþjálfun og grunnnámi í íþróttafræði.
Lára spilaði fótbolta í fjölmörg ár og hefur þjálfaði bæði yngri flokka og meistaraflokk í fótbolta, ásamt því að vera styrktarþjálfari íþróttaliða. Þá hefur hún kennt ýmsa hóptíma, TABATA, stöðvaþjálfun og CBC. Lára hefur einnig stundað hlaup af miklu kappi og hefur hún meðal annars hlaupið maraþón og Laugaveginn. Í dag leggur hún mikla áherslu á hlaupaþjálfun hjá Absolute Training. Lára hefur einnig gríðarlegan áhuga á afreksþjálfun íþróttamanna en henni finnst öll hópaþjálfun ótrúlega skemmtileg.
Fyrir Láru eru jákvæðni og sjálfstrú forsenda fyrir árangri í lífinu. Hún telur hamingjuna felast í því að finna sátt í núinu en á sama tíma stefna hærra og hafa kjark til að eltast við ástríðuna. Hún elskar því að geta samtvinnað hugræna og líkamlega þjálfun hjá Absolute Training.
María Leifsdóttir
María Leifsdóttir er að ljúka við að sækja sér einkaþjálfararéttindi frá Intensive PT og hefur brennandi áhuga á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl.
Hún lærði dans frá unga aldri og hefur þar að auki góða reynslu sem danskennari. Einnig hefur hún tekið þátt fjölda sýninga sem dansari.
Hún lauk master í rekstrarverkfræði árið 2013 og stundar núna nám í kennslufræði við Háskóla Íslands.
María á tvær stelpur og býr á Seltjarnarnesi með fjölskyldu sinni. María kláraði Dale Carnegie námskeið árið 2019 sem opnaði augu hennar fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þess vegna finnst henni Absolute Training vera hin fullkomna blanda til þess að ná árangri bæði líkamlega og andlega.
Natalía Blær Maríudóttir
Natalía er með einkaþjálfara réttindi frá einkaþjálfara skóla World Class frá árinu 2018 og hefur starfað sem hóptíma kennari og þjálfari hjá World Class síðan byrjun ársins 2019. Hún stundar einnig BS nám við Háskóla Íslands í næringarfræði.
Natalía hefur gríðalegan áhuga á líkamananum og elskar að leiðbeina og hjálpa fólki með sín vandamál. Hún leggur mikla áherslu á rétta líkamsbreytingu. Hún er líka hjálpsöm og mikill peppari og elskar að hvetja fólk áfram í að ná sínum markmiðum.
Rósa Soffía Haraldsdóttir
Rósa er 39 ára viðskiptafræðingur og vinnur í bókhaldi. Hún er búsett á Akranesi ásamt 19 ára dóttur minni og kisunum þeirra þeim Möttu og Molly. Áhugamál Rósu eru Crossfit, hlaup, fjallgöngur, ferðalög, eurovision og kisur.
Sandra Björg Helgadóttir
Telma Fanney Magnúsdóttir
Tinna Rún Svansdóttir
Tinna Rún er Keflavikurmær sem hefur búið í Englandi undanfarin ár. Hún öðlaðist ÍAK Einkaþjálfararéttindi frá Keili árið 2014 og Foam Flex kennararréttindi í kjölfarið.
Um þessar myndir stundar hún B.A nám í Miðlun & Almannatengslum á Bifröst og í Febrúar ‘21 mun hún öðlast sérstök réttindi til þess að þjálfa konur á meðgöngu og eftir fæðingu.
Hennar uppáhalds æfingar eru TABATA & For Time!
Tinna Þórsdóttir
Tinna Ósk er með einkaþjálfara réttindi frá ACE fitness. Hún hefur þjálfað hópatíma í Hressó líkamsrækt í Vestmannaeyjum síðan 2014. Þá aðallega hot fitness, core, spinning, buttlift og tabata.
Tinna var frekar sein til þess að finna sína ástríðu í hreyfingu, fann sig aldrei í neinum íþróttum sem barn. Það var ekki fyrr en um 17 ára aldurinn sem hún prófaði hina hefðbundnu líkamsrækt og fann þar hreyfingu sem hentaði henni vel.
Síðan þá var ekki aftur snúið og nú hefur hún brennandi áhuga á líkamlegri og andlegri heilsu.
Tinnu þykir fátt betra en að fá að hjálpa einstaklingum á þeirra vegferð í átt að betri heilsu. Því hún þekkir það af eigin raun hversu ljúft það er að finna sinn takt í hreyfingunni og virkilega njóta þess að ýta sér út fyrir þægindarammann, bæði líkamlega og andlega.
Absolute training er fullkomin vettvangur til þess.