Grísk jógúrt með granóla og berjum

Grísk jógúrt með Granóla og berjum 

 Innihald: 

  • Grísk jógúrt 
  • AB mjólk (eða AB léttmjólk)
  • Hamingju Granóla
  • Ber - jarðaber & bláber 
  • Spariútgáfa með smá sírópi á toppnum

Grísk jógúrt í bland við smá AB mjólk með granóla og berjum - morgunmaturinn gerist ekki mikið betri

Hér má sjá allt sem þarf í þennan dásamlega morgunverð. 

  • Grísk jógúrt (1/2 dós af 350g dósinni frá MS)
  • AB mjólk - annaðhvort létt eða venjuleg (1/2-1 dl)
  • Hamingju Granóla (1 dl eða eftir smekk)
  • Ber (þau sem þú att til eða þykir góð - við mælum með bláberjum og jarðaberjum)
  • Spariútgáfa með smá sírópi á toppnum

Mundu að skola berin vel

Þú setur hálfa dós af gríska jógúrtinu í skál, bætir um hálfum dl af AB mjólkinni við. Við gerum það til að þynna jógúrtið örlítið og fá AB gerlana úr AB mjólkinni. 

Þú hrærir saman gríska jógúrtinu og AB mjólkinni og smellir svo granólanu og berjunum ofan á. 

Verði þér að góðu. 

Leave a comment

Name .
.
Message .

Please note, comments must be approved before they are published