Spurt & Svarað

Þarf ég að vera með kort í World Class á meðan námskeiðinu stendur ? 

Já það þarf að vera með kort í World Class á meðan námskeiðinu stendur ef námskeiðið sem þú ert að sækja hjá Absolute Training er þjálfað í sal í World Class. Við viljum benda á fjölda opinna tíma hjá World Class sem korthafar geta nýtt sér, sem og frábæra æfingaaðstöðu í tækjasal. Absolute Training mælir með að stunda aðra líkamsrækt samhliða námskeiðunum til dæmis yoga, hlaup, hjól, foam flex. 

Hvernig greiði ég fyrir Absolute Training námskeið ? 

Þjálfun greiðist í upphafi tímabils með debit- eða kreditkorti í vefverslun Absolute Training. Einnig er hægt að velja að millifæra inn á reikning HS Heilsu ehf inn á reikning 0537-26-451515 kt. 451115-1540. 

Hvar fæ ég nótu fyrir Absolute Training námskeiði ? 

Sendu okkur tölvupóst á absolutetrainingiceland@gmail.com og við sendum þér nótu í tölvupósti. Gott er að hafa pöntunarnúmerið á skráningunni sem þú vilt nótu fyrir og þá öll pöntunarnúmerin ef þú vilt nótu fyrir fleiri en einni greiðslu. 

Mun Absolute Training vera í boði á fleiri stöðum en það er núna ?

Já markmiðið er að bjóða upp á Absolute Training tíma sem víðast. Við munum vera með skráningu á námskeiðin hér á heimasíðunni og auglýsa nýja staði á Instagram og Facebook. 

Hvar er hægt að fylgjast með Absolute Training ? 

Á Instagram:

the_absolute_training

Á Facebook heitum við

Absolute Training

Hvað geta verið margir á einu Absolute Training námskeiði ? 

Í flestum sölum sem Absolute Training er þjálfað í dag setjum við hámarkið við 20 manns. 

Get ég greitt fyrir námskeiðið eftir mánaðarmót ? 

Já þú getur greitt fyrir námskeiðið eftir mánaðarmót en það þarf að vera búið að ganga frá greiðslu fyrir lok fyrstu viku námskeiðsins til að tryggja sér plássið. 

Hvernig verð ég Absolute Training þjálfari ? 

Til að verða Absolute Training þjálfari þarf að senda umsókn á sandra.helgad@gmail.com. Helstu skilyrði eru að viðkomandi sé með þjálfararéttindi, einkaþjálfararéttindi eða önnur réttindi sem sýna fram á að viðkomandi sé með þekkingu á mannslíkamanum til að leiðbeina fólki í allskyns æfingum. 

Viðkomandi þarf svo að vera tilbúin að fara í gegnum þjálfaranámskeið Absolute Training til að kynnast efni námskeiðsins sem er þjálfað í andlega hlutanum. 

Þjálfarar þurfa að hafa setið heilt námskeið í Absolute Training (4 vikur).