Fyrirtækið

HS heilsa ehf 

Kennitala 451115-1540

Glósalir 3, Kópavogur, neðri hæð 

Sími: +354-857-8088

Netfang: absolutetrainingiceland@gmail.com

 

Almenn ákvæði

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu absolutetraining.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur HS heilsu ehf. annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir af kaupanda við nýskráningu á vefsíðu Absolute Training, absolutetraining.is, teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.

HS heilsa ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir. Einnig er áskilinn réttur til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. 

 „Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið lögaðili, en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga við fyrirtæki og stofnanir. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. HS heilsa ehf. selur vörur eða þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu. 

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á vefsvæði Absolute Training og í útsendum póstum getur breyst án fyrirvara. Verð er birt með virðisaukaskatti þegar við á og með fyrirvara um innsláttar- og kerfisvillur. Absolute Training áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, námskeið fellur niður eða verður ekki lengur í boði. Absolute Training mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

Persónuupplýsingar

Á absolutetraining.is er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig HS heilsa ehf. umgengst þær persónuupplýsingar um kaupanda sem geymdar eru og hvaða réttindi hann á varðandi upplýsingarnar. 

Aðgangur

Kaupandi hefur leyfi til að nota vefinn absolutetraining.is og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem Absolute Training setur. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir af kaupanda við nýskráningu á vefsíðu Absolute Training, teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup.

Stranglega er bannað að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu inn á asbolutetraining.is. Verði kaupandi uppvís að að slíku og öðru sviksamlegu athæfi við kaup á vefnum áskilur Absolute Training sér rétt til að vinna náið með lögreglu við úrlausn slíkra mála, þ.m.t. að veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru í slíkum tilvikum. HS heilsa ehf. áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang að absolutetraining.is ef grunur leikur á að kaupandi hafi orðið uppvís að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu.

Innskráning og pöntun

Við fyrstu innskráningu skráir kaupandi fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang sitt. Einnig getur kaupandi samþykkt að vera á póstlista Absolute Training. Pöntun kaupanda á vefversluninni er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. HS heilsa ehf. er skuldbundið að afgreiða pöntun kaupanda (nema í tilvikum sem nefnd eru á öðrum stöðum þessara skilmála) og sendir kaupanda staðfestingu með tölvupósti. Jafnframt sendir HS heilsa ehf. kaupanda afrit af reikningi þegar greiðsla berst frá kaupanda sé þess óskað. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst.

Afhending

Absolute Training býður upp á skráningu á námskeið, prógröm og fjarþjálfun á vefnum. Skráðir einstaklingar fá staðfestingu um skráningu frá þjálfara með helstu upplýsingum um námskeiðið eigi síðar en 24 tímum fyrir fyrsta tíma námskeiðs.

Í tölvupóstinum koma fram upplýsingar um staðsetningu tímans, slóð inn á lokaða Facebook grúppu og fleira. 

Athugið að skráning á námskeið í World Class fer fram á worldclass.is undir námskeið. 

Absolute Training selur einnig varning á heimsíðu sinni sem afhendist í samstarfi við Gorilla vöruhús og þjónustu Dropp um land allt, í samræmi við skilmála þeirra. 

Yfirferð á vöru

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að byrja á því að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni. Ef kaupandi telur að varan sé ekki í samræmi við vörulýsingu eða þörf er á ítarlegri leiðbeiningum með vörunni, skal senda tilkynningu þess efnis með tölvupósti á netfangið absolutetrainingiceland@gmail.com. Absolute Training áskilur sér rétt að sannreyna staðhæfingu innan 14 daga.

Samningurinn

Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála vefverslunarinnar absolutetraining.is. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum vefverslunarinnar.

Greiðsla

Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:

  • Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt Valitor sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu. 
  • Millifærsla: Viðskiptavinir geta kosið þann greiðslumöguleika að leggja inn á reikning HS heilsu fyrir vöru eða þjónustu. Til að ljúka við pöntun með millifærslu er sá valmöguleiki valinn við frágang pöntunar. Æskilegt er að greitt sé fyrir pöntun með millifærslu eigi síðar en 14 dögum frá pöntun. Upplýsingar vegna millifærslu: 
Kennitala: 451115-1540 
Reikningsnúmer 0537-26-451515
Skýring: Pöntunarnúmer 
Senda kvittun á netfang: absolutetrainingiceland@gmail.com

Skilaréttur vefverslunar

Kaupandi sem verslar á absolutetraining.is hefur fram að 24 tímum áður en að námskeið hefst til að afskrá sig. Afskráning fer fram í gegnum netfangið absolutetrainingiceland@gmail.com. Afskrái þátttakandi sig innan 24 tíma þar til námskeið hefst fær viðkomandi 50% endurgreiðslu. Afskrái þátttakandi sig eftir að námskeið hefst býðst engin endurgreiðsla. Almennt er ekki hægt að færa skráningu á námskeið yfir á annað tímabil. Vinsamlegast hafið samband við Absolute Training með spurningar á netfangið absolutetrainingiceland@gmail.com eða í síma 857-8088.

Skilafrestur á varningi Absolute Training eru 30 dagar frá kaupum. Best er að hafa samband í gegnum netfangið absolutetrainingiceland@gmail.com varðandi endurgreiðslu og skil. 

Ábyrgð

Allir iðkenndur Absolute Training eru á eigin ábyrgð á námskeiðunum. Upplýsa skal þjálfara um líkamlega kvilla eða sjúkdóma sem gætu haft áhrif á þjálfunina. 

Forföll viðskiptavina eru á eigin ábyrgð nema um annað sé samið. 

Það er á ábyrgð viðskiptavina að fylla inn rétt heimilisfang og fylgjast með væntanlegum póstsendingum með varningi Absolute Training. 

Viðskiptavinir Absolute Training bera sjálfir ábyrgð á að skrá sig inn á True Coach appið sem notast er við í fjarþjálfun og prógrömmum. Nýti viðskiptavinur sér ekki þjónustuna á meðan þjónustutímabili stendur er það á ábyrgð viðskiptavinarins. 

Ekki er hægt að vænta árangurs hvorki andlega né líkamlega sé viðskiptavinur ekki tilbúinn að stunda þær æfingar sem Absolute Training leggur til. 

Eignarréttur 

Þjálfunarðaferðir Absolute Training eru í einkaeigu námskeiðsins og er öllum óheimilt að þjálfa eða endurtaka æfingarnar og rukka fyrir það án þess að vera í samstarfi við Absolute Training.

Annað 

HS heilsa ehf. áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðunni absolutetraining.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

Ágreiningur

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Þjálfarar Absolute Training eru bundir þagnarskyldu gagnvart þeim upplýsingum sem viðskiptavinir treysta þeim fyrir. 

Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá 1. janúar 2023. 

Síðast uppfært 28. janúar 2023. 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

 

ENGLISH

General

HS heilsa ehf. reserves the right to cancel orders, to change prices and to change product types being sold, without notice. 

Please notice that the course will be taught in Icelandic. 

Product delivery

All participants will receive an e-mail from their coach within 24 hours before the first class of the course. The e-mail should include information about the course, information about the location and a link to a closed Facebook group. 

Cancellation right / right to return and refund in our webstore

The website buyer has until 24 before the first class of the course to cancel his/her order. A is made for half of the price if the buyer cancels the order within 24 hours before the first class of the course. If the buyer cancels his/her order after the first class, no refund will be available. Please contact absolutetrainingiceland@gmail.com for questions.

Price

Please notice that the price on the internet can change without notice.

Taxes and fees

All prices on the website are including VAT and invoices are issued with VAT.

Confidentiality

The seller holds all information from the buyer in relation to the purchase as confidential. Under no circumstances will information be handed to a third party.

Governing law / Jurisdiction 

These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.