Hafragrautur með súkkulaðipróteini

Innihald: 

  • Grófir hafrar / Tröllahafrar
  • Súkkulaðiprótein frá ProBrands (fæst í Hagkaup)
  • Hampfræ
  • Kanill
  • Vatn

Þessi skammtur er fyrir tvo hafragrauta í hefðbundnar morgunverðarskálar. 

Hér má sjá innihaldið í grautinn. 

  • 1 bolli haframjöl 
  • 2 bollar vatn í pott 

Hitaðu pottinn rólega og hrærðu reglulega þar til grauturinn lítur svona út

Þegar grauturinn er tilbúinn bættu út í

  • 1-2 tsk af kanil
  • 1-2 msk af hampfræjum (hér má líka nota önnur fræ eins og hörfræ, sesamfræ, sólkjarnafræ)
  • 1 skeið súkkulaðiprótein - skeiðin er ofan í pokanum (gott er að láta grautinn kólna örlítið áður en þú bætir próteininu út í)

Hrærðu öllu saman í pottinum og skiptu í tvær skálar. Svo er mjög huggulegt og gott að strá smá fræjum yfir grautinn. 

Gott er að njóta grautarins með smá kókósmjólk eða mjólk af þínu vali. 

Verði þér að góðu ! 

Leave a comment

Name .
.
Message .

Please note, comments must be approved before they are published