Sumarboost Absolute Training
Sumarboost Absolute Training
Þetta boost er með ansi sumarlegum fýling - enda sumardagurinn fyrsti og yndislegt sumar framundan. Þó það sé grátt úti, þá gefur það manni sól í hjarta að fá sér grænan sumarlegan boost með sítrónu á kantinum.
Innihald:
- Klakar
- Kókosmjólk (2 bollar)
- Heill lítill avókadó (hálfur stór er nóg)
- Hunang (1 msk)
- Engifer (hluti af engiferinu, sirka á stærð við litlafingur - eða eftir smekk)
- Vanilluprótein (1 skeið frá ProBrands - fæst í Hagkaup)
- Frosinn ananas (1 bolli)
- Spínat (1 lúka)
- Sítróna (hálf kreist yfir áður en þú hrærir)
Þessi uppskrift nægir í tvö svona glös - gott millimál en ef þú ætlar að nýta sem hádegis- eða kvöldmat þá mælum við með einu heilu boosti á mann
Boostið áður en það er hrært saman - við mælum með því að þú fyllir upp í með smá vatni svo það sé auðveldara fyrir blandarann að hræra boostið
Hér má sjá öll innihaldsefni í nákvæmum hlutföllum nákvæmlega eins og í uppskriftinni
ProBrands Vanillu próteinið - það fæst í Hagkaup