Absolute Training heldur áfram að stækka

Frá áramótum hafa bæst við fimm þjálfarar og eru nú 6 þjálfarar í þjálfarateymi Absolute Training á Íslandi. 

Nýjasti þjálfarinn sem er að bætast við teymið er hún Nanna Kaaber Árnadóttir. Nanna hefur lengi þjálfað hópa og einstaklinga með frábærum árangri í World Class Seltjarnarnesi. 

Nanna er mjög vinsæll þjálfari og heldur meðal annars úti Facebook síðu þar sem hún er dugleg að deila æfingum, einföldum hollum matarvenjum og skemmtilegum lausnum á því hvernig hægt er að koma hreyfingu inn í sína rútínu hvar sem er, hvenær sem er. https://www.facebook.com/nannaarnad/

Nanna fer af stað með sitt fyrsta námskeið á Seltjarnarnesi mánudaginn 13. maí. Námskeiðið er á mánudögum - miðvikudögum og laugardögum (7:00/7:00/11:45).

Natalía Blær er að þjálfa á Tjarnarvöllum og fór af stað með sitt fyrsta námskeið með öflugan hóp í maí 2019.  

María Gróa er áfram að þjálfa hrikalega flotta hópa á Tjararvöllum. 

Elfa Rut er að ná frábærum árangri með Absolute Training hópana í Ögurhvarfi. 

Heiða Ólafs er búin að virkja flottan mömmuhóp í World Class Smáralind en verður í háloftunum sumarið 2019. 

Sandra Helga er áfram með glæsilega hópa í World Class Smáralind. 

Leave a comment

Name .
.
Message .

Please note, comments must be approved before they are published