Absolute Training Podcast

Nú höfum gefið út fyrsta þáttinn af Podcasti Absolute Training, eða í rauninni fyrsta formlega þáttinn. Fyrst var gefinn út svona intro þáttur til að kynna hvers vegna við erum að byrja með Podcast. Helsta ástæðan er svo að iðkendur Absolute Training fái ennþá dýpri skilning í andlegu þjálfunina og fái hvatningu til þess að vinna í átt að markmiðum sínum, sem er jú undirstaðan í andlegu þjálfuninni. 

Ef þú hlustar á Podcast Absolute Training máttu endilega láta okkur vita hvað þér finnst. 

Við vonumst innilega til þess að þú njótir þess að hlusta og á sama tíma fáir heilan helling út úr því og náir að þjálfa huga þinn í að verða ennþá sterkari og betri í að hugsa stórt og hafa trú á þér ! 

Fyrstu þættirnir eru komnir á Spotify og eru væntanlegir á næstu dögum inná Podcast appið. Það tekur örlítið lengri tíma að samþykkja þættina þangað inn.

Hér er linkur á fyrsta þáttinn á Spotify: 

https://open.spotify.com/show/0vKeqCBASrddiglOFk38eF

Gangi þér vel að vinna í átt að markmiðum þínum - með Podcasti Absolute Training. 

 

Leave a comment

Name .
.
Message .

Please note, comments must be approved before they are published