Hugmyndir að markmiðum
Undirstaða andlegu þjálfunarinnar hjá Absolute Training er markmiðasetning og getur það verið krefjandi þegar maður er annaðhvort að byrja að setja sér markmið eftir langa pásu eða þá þegar maður er búin að vera að vinna í mörgum markmiðum að finna sér ný, spennandi og skemmtileg markmið.
Hér eru því ýmsar hugmyndir að SMART markmiðum sem þú getur tileinkað þér eða breytt að einhverju leiti svo þau henti þínu lífi:
Andleg líðan:
- Hrósa sjálfri/sjálfum mér í speglinum amk 1x á dag
- Skrifa niður 3 atriði á dag í 1 viku sem þú ert þakklát/ur fyrir
- Koma af stað umræðu við kvöldmatarborðið með maka eða vinum um það sem þið eruð stoltust af síðasta árið ? Þú tekur að sjálfsögðu þátt.
- Hugleiða í 5 mín á dag í 1 viku
- Búa til playlista á Spotify sem er bara með MEGA PEPP lögum
- Hlusta á 1 jákvætt pepp pod-cast alla mánudaga
- Vera úti í náttúrunni amk 1 klst tvisvar í vikunni
Hreyfing:
- Hlaupa 5 km þrisvar í vikunni
- Fara í einn Hot Yoga tíma
- Teygja í split í 5 mín á hvorum fæti á hverjum degi
- Taka 5 armbeygjur í hvert skipti sem ég fer á klósettið í vinnunni
- Alltaf taka stigann í stað lyftu næstu vikuna
- Gefa alltaf 2 high five eftir æfingu
- Halda 1 mín planka á hverjum degi í vikunni
- Prófa eina nýja íþrótt á árinu
Matarræði:
Reyndu að hafa markmiðin sem tengjast matarræðinu DO's í staðin fyrir DON'T's - "ég ætla að borða þetta" í staðin fyrir "ég ætla ekki að borða þetta"
- Kaupa flösku af rauðrófusafa og drekka eitt glas á hverju kvöldi
- Kaupa flösku af eplaediki og byrja hvern dag á 3-4 sopum
- Taka vítamín alla daga vikunnar
- Borða amk eitt grænmeti á dag
- Borða fisk 2x í viku
- Elda heima 1x í vikunni
- Prófa nýjan rétt
- Vera mjólkurlaus í viku
- Bæta hörfræ olíu í boostið daglega
- Borða 10 hnetur og stórt vatnsglas kl. 15 alla daga
Samskipti og sambönd
- Hrósa makanum 1x á dag
- Halda 1 matarboð
- Hringja í ömmu og afa
- Fara með pabba í bíó
- Hringja í vinkonu sem býr erlendis
- Gefa einhverjum blóm af engri ástæðu annarri en fyrir að vera til
- Veita einhverjum 100% athygli og hlustun í amk 30 mín og spyrja viðkomandi út í áhugamál og lífið
- Brosa til allra ókunnugra sem á vegi mínum verða (og auðvitað þeirra sem þið þekkið)
Endilega sendið okkur hugmyndir ef þið eigið skemmtileg markmið sem þið hafið verið að vinna í.