Heilsa og Útlit 5 ára
Hæ hæ
Mig langar til að deila með ykkur upplifun minni á snyrti- og meðferðastofunni Heilsa og Útlit. Ég er búin að prófa hjá þeim SPM sem er sogæðaþrýstimeðferð á rass og læri, bak og andlit.
Það sem mér finnst mest krefjandi í ræktinni er fita og appelsínuhúð á rass og lærum. Þó ég passi matarræðið og fari marga daga í röð í brennslu þá virðast þessi svæði breytast lítið.
(Mynd: Nýbúin að setja á mig Simply Red & Cello fyrir æfingu)
Þetta truflar mig venjulega ekki mikið en mér finnst gaman að prófa ýmsar lausnir sem eru í boði til að auka sjálfstraust og sérstaklega þegar maður er á leið á sólarströnd eða fyrir önnur sérstök tilefni.
Annað sem ég hef verið að kljást við eru óhreinindi í húð á hálsi og í kring um eyru. Ég er nýbyrjuð í andlits-SPM og lofar það góðu.
Ég hef farið til læknis og fengið engar hugmyndir fyrir utan sýklalyfjakúr og hormónakúr sem ég ákvað að nýta mér ekki. Ég er því himinlifandi að hafa fundið þessa frábæru lausn hjá Heilsa og Útlit. Ég leyfi ykkur að fylgjast betur með andlitsmeðferðinni síðar.
Það sem ég hef verið að nota frá Heilsu og Útliti er
Cello gelið (6.490 kr)
- Virkar á appelsínuhúð
- Minnkar þrálátar fitufrumur
- Stinnir slappa húð
- Styrkir veikan húðvef
- Minnkar aukahúð eftir þyngdartap eða meðgöngu
Simply Red spreyið
- Mjög gott fyrir vandamálasvæðin "magi - fótleggir - rass."
- Leysir upp fituna í fitufrumum
- Fjarlægir fitu
- Kemur kirtlastarfsemi af stað
- Gerir húðina sléttari
- Grennir
- Eykur efnaskiptin
- Styrkir bandvef
(Mynd: Cello gel og Simply Red spreyið)
Ég er búin að nota vörurnar í 3 vikur núna og finn strax mikinn mun á mér og sé mun á mér líka. Ég er að mana mig í að sýna ykkur mínar fyrir og eftir myndir. Það kemur kannski með tímanum.
Ég mæli eindregið með þessum vörum og SPM og vafning sem ég hef verið að taka samhliða til þess að móta líkamann, vinna á erfiðum svæðum, auka blóðflæði og flýta fyrir endurheimt.
Síðast en ekki síst þá eru Guðný og Sandra alveg hreint YNDISLEGAR og það er sko ekki sjálfgefið að fá svona frábæra þjónustu. Sama hvað það er sem þið viljið vinna í þá hjálpa þær þér að finna réttu meðferðina fyrir þig.
Þær eru að halda uppá 5 ára afmæli Heilsu og Útlits á föstudaginn kl. 17-19 í Hlíðarsmára 17 - beint fyrir ofan Smáralind.
Þeir sem eru á Absolute Training námskeiði geta nýtt sér afsláttarkjör sem þið sjáið hér, en í afmælisveislunni verða fullt af tilboðum og frábærum kynningum á meðferðum þeirra.
Vonandi sé ég sem flesta þar.
(Mynd: Guðný og Sandra eigendur Heilsu og Útlits)
Knús Sandra