4 vikna Absolute Training Strength prógram
Á þessu prógrammi færðu 3 æfingar í viku sem eru sérstaklega með það í huga að byggja upp styrk. Æfingarnar skiptast þannig upp að þú tekur hendur og axlir á einum degi, neðri líkama á öðrum degi og bak og brjóst á þriðja degi.
Þetta prógram mun móta og styrkja vöðva líkamans.
Það getur verið virkilega áhrifamikið að einblína á styrk nokkrar vikur og byggja upp góðan grunnstyrk í öllum líkamanum.
Þú getur stundað þetta prógram eitt og sér eða með öðrum æfingum. Alveg eins og þér hentar.
Við mælum með að byrja á Leveli 1 í þessu prógrammi og byggja svo ofan á það með tímanum.
Ef þú ert vanur/vön að æfa í líkamsrækt, þá ættir þú hins vegar að geta byrjað á leveli 2, 3 eða jafnvel 4.