Bryndís Ósk Valdimarsdóttir

Bryndís Ósk, fædd 1993, útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari árið 2021 og hefur starfað sem hóptímakennari hjá World Class frá árinu 2017. Kláraði B.Sc í Heilbrigðisverkfræði árið 2017.
Íþróttir og hreyfing hefur alltaf verið stór partur af hennar lífi. Hún æfði fimleika frá 5 ára aldri og hefur alltaf fundið mestu hvatninguna við að æfa í góðum hópi. Hún er jákvæð, hvetjandi og hefur mikinn metnað fyrir því að hjálpa fólki. Leggur mikla áherslu að hafa æfingarnar bæði fjölbreyttar og skemmtilegar. Henni þykir ekki síður mikilvægt að þjálfa líka andlegu heilsuna og þykir því Absolute Training hin fullkomna lending.