Gildi Absolute Training

Gildi Absolute Training

Öll fjögur gildi Absolute Training eiga við um þjálfara og iðkendur. Gildin eiga við í öllum samskiptum milli þjálfara sem og samskiptum þjálfara við iðkendur og aðra utanaðkomandi aðila. Sama í hvaða aðstæðum við erum, ef við erum hluti af Absolute Training þá eru þetta gildi sem við tileinkum okkur. 

  • Jákvæðni

Við leggjum mikið uppúr því að jákvæðni skíni í gegn hjá þjálfurum okkar. Þegar iðkendur deila með þjálfurum okkar vandamálum eða hindrunum sem eru til staðar í þeirra lífi, þá mæta þjálfarar okkar þeim með jákvæðu viðhorfi. 

Eins ef þjálfarar okkar eru í samskiptum við aðra þjálfara, ef það koma upp vandamál í þjálfun eða einhver hindrun verður á vegi okkar, þá leitum við ávallt í jákvæðnina og finnum lausnir. 

  • Sveigjanleiki

Við erum að vinna með fólki og vara Absolute Training snýr að mannlegri þjónustu. Það koma allir úr mismunandi umhverfi og því teljum við mikilvægt að vera sveigjanleg til að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar. Í nútíma samfélagi er umhverfið þannig að sveigjanleiki er að verða nauðsynlegri með hverjum deginum. 

Sveigjanleiki til iðkenda: 

  • Þegar við bjóðum viðskiptavinum okkar að mæta hvenær sem er yfir daginn eftir því sem þeim hentar, þegar það er fleiri en einn tími í boði yfir daginn á því námskeiði sem viðkomandi er skráður á
  • Þegar aðili vill ekki deila því sem hann/hún skrifaði niður í andlega hlutanum, þá bjóðum við viðkomandi að hlusta á það sem hinir segja
  • Þegar aðili vill ekki taka þátt í andlega hlutanum yfir höfuð, þá sýnum við því einnig skilning

Gildið sveigjanleiki þýðir í rauninni að við viljum takmarka tilfelli sem koma upp sem við skoðum ekki sveigjanlega og jákvæða lausn á öllum vandamálum.

  •  Hvatning

Við erum að þjálfa fólk í markmiðasetningu, andlegri og líkamlegri heilsu. Því er hvatning frá þjálfara algjört lykilatriði. Nauðsynlegt er að þjálfarar Absolute Training leggi sig virkilega fram við að hvetja iðkendur áfram hvort sem það snýr að markmiðasetningu, andlegri eða líkamlegri þjálfun. 

Hvatning frá þjálfara: 

  • Þjálfarar leggja sig fram við að læra nöfn iðkenda
  • Sýna áhuga á markmiðum iðkenda
  • Í tímum hvetja þjálfarar iðkendur áfram með því að ýta þeim lengra og telja þeim trú um að þeir geti gert allt sem þá langar til

 

  • Vellíðan

Við leggjum mikið upp úr því að allir finni sig í þjálfun hjá Absolute Training. Þetta á sérstaklega við um upplifun í tímum. Iðkendur eiga aldrei að upplifa sig betri eða verri en einhver annar í tímanum. Allar æfingar skulu vera settar upp með því sniði að enginn einn iðkandi sé lang síðastur að klára æfingu, á meðan  allir aðrir eru búnir hana. Sama á við um aðila sem er ótrúlega fljótur að klára æfingar, sá aðili á að vera með verkefni sem tekur við um leið og hann klárar. 

Absolute Training byggir á því að við séum að ná árangri sem heild en ekki að keppa innbyrðis. Við leggjum áherslu á að hver og einn sé að miða sig við sjálfan sig og miði við þær aðstæður sem eru í sínu lífi hverju sinni. 

Þetta gildi nær líka til þess að mikilvægt er að það sé skölun á öllum æfingum. Aðili í tíma hjá Absolute Training á aldrei að upplifa höfnun eða niðurlægingu því það er æfing á dagskrá þann dag sem hann/hún ræður ekki við eða hentar ekki að gera. 

Vellíðan á líka við um þjálfara og það er mikilvægt að þjálfarar Absolute Training passi upp á að þeim líði vel í lífi og starfi. Passi upp á sína andlegu heilsu og muni að vinna verkefnin í andlega hluta Absolute Training og nýti hann til fulls til þess að halda andlegu heilsunni í góðu jafnvægi. 

Ef þjálfari upplifir að hann/hún sé ekki í nógu góðu andlegu jafnvægi til þess að þjálfa námskeið, þá mælum við með því að viðkomandi taki sér pásu frá þjálfun þar til hann/hún finni að hann/hún sé tilbúin að mæta og líði vel með að þjálfa námskeið.