Helga Kristín Absolute Training
Helga Kristín Ólafsdóttir
Helga Kristín er 25 ára orkubolti, lærður heilsumarkþjálfi frá Institute of Intergrative Nutrition í New York.
Helga hefur setið marga fyrirlestra erlendis tengda næringu þar sem áherlsa er lögð á plöntufæði.
Hún er mjög ævintýragjörn og sækir sinn innblástur víða erlendis en hún er nýflutt aftur heim frá Japan.
Helga hefur alla tíð haft mikinn áhuga á næringu og hreyfingu og starfar nú sem hóptíma kennari hjá World Class.
Helga hefur mikinn áhuga a hjólreiðum, lyftingum og hlaupum og elskar að vinna náið með fólki sem vill bæta sín lífsgæði og setja heilsuna í fyrsta sæti.