Helga Sigrún Absolute Training

Elfa Rut Gísladóttir

Helga Kristín Ólafsdóttir

Helga Sigrún Ómarsdóttir

Karitas María Lárusdóttir

Katrín Ösp Jónasdóttir

Kolla Björnsdóttir

Lára Hafliðadóttir

Natalía Blær Maríudóttir

Sandra Björg Helgadóttir

 

 

 

Elfa Rut Gísladóttir

Elfa Rut er með einkaþjálfararéttindi frá einkaþjálfaraskóla World Class. Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu og heilsu. Elfa hefur verið spinning- og hóptímaþjálfari í World Class í nokkur ár. 

Elfa Rut hefur mikinn áhuga á hjálpa öðrum að ná árangri og er dugleg að ýta fólki áfram í ræktinni og í lífinu. 

Helga Kristín Ólafsdóttir

Helga Kristín er 25 ára orkubolti, lærður heilsumarkþjálfi frá Institute of Intergrative Nutrition í New York.

Helga hefur setið marga fyrirlestra erlendis tengda næringu þar sem áherlsa er lögð á plöntufæði.

Hún er mjög ævintýragjörn og sækir sinn innblástur víða erlendis en hún er nýflutt aftur heim frá Japan.

Helga hefur alla tíð haft mikinn áhuga á næringu og hreyfingu og starfar nú sem hóptíma kennari hjá World Class.

Helga hefur mikinn áhuga a hjólreiðum, lyftingum og hlaupum og elskar að vinna náið með fólki sem vill bæta sín lífsgæði og setja heilsuna í fyrsta sæti.

Helga Sigrún Ómarsdóttir

Helga Sigrún útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari árið 2010 og starfar sem þjálfari hjá World Class Akureyri. Hún er jafnframt í meistaranámi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

 

Líkamsrækt og heilsa almennt eru hennar helstu áhugamál og hefur hún mikinn metnað fyrir því að aðstoða fólk við að ná sínum markmiðum. Hún nýtir jákvæðnina sína til að hvetja aðra áfram og finnst ekkert skemmtilegra en að sjá þegar fólk áttar sig á því að það getur alltaf aðeins meira en það heldur.

Karitas María Lárusdóttir

Karitas hefur mikla reynslu úr þjálfun. Hún hefur verið þjálfari hjá World Class í mörg ár og hefur meðal annars þjálfað spinning, hlaupahóp World Class, Tabata og aðra hóptíma. 

Karitas brennur fyrir heilsu og leggur mikið upp úr því að lifa heilbrigðum lífstíl ásamt því að hjálpa öðrum að tileinka sér hann. 

Katrín Ösp Jónasdóttir

Katrín Ösp dýrkar að vinna að bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Hún hefur þjálfað hópatíma í World Class síðan 2014 og elskar að peppa fólk áfram og skipuleggja góðar æfingar.

Katrín hefur verið íþróttaálfur síðan hún man eftir sér, lærður einkaþjálfari og er nú í meistaranámi í Íþróttavísindum og þjálfun í Háskóla Reykjavíkur.

Kolla Björnsdóttir

Kolla Bjöss er með IAK einkaþjálfararéttindi og NLP practitioner. Hún hefur þjálfað Body pump og Body step frá Les Mills, Tae Bo, spinning , Metabolic Ísland.

Kolla hefur 20 ára reynslu sem hóp- og einkaþjálfari, ásamt því að vinna sem NLP markþjálfi/hugarþjálfi. Ástríðan hennar Kollu er FÓLK, hún brennur fyrir að hjálpa fólki að finna styrkinn sinn til að verða besta útgáfan af sjálfum sér

Lára Hafliðadóttir

Lára er með einkaþjálfararéttindi frá NASM og NPTI í Bandaríkjunum, Crossfit level 1 þjálfararéttindi, auk þess að hafa tekið ýmis önnur námskeið m.a. í styrktar, sprengikrafts, snerpuþjálfun og grunnnámi í íþróttafræði.

Lára spilaði fótbolta í fjölmörg ár og þjálfað bæði yngri flokka sem og meistaraflokk í fótbolta, sem og verið styrktarþjálfari íþróttaliða. Þá hefur hún kennt ýmsa hóptíma, tabata, stöðvaþjálfun og CBC.

Lára er í dag í meistaranámi í íþróttafræði í HR í kostuðu samstarfið við KSÍ. Lára er fyrir með meistaragráðu í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.

Lára hefur gríðarlegan áhuga á afreksþjálfun íþróttamanni en henni finnst öll hópaþjálfun ótrúlega skemmtileg. Fyrir henni er jákvæðni og sjálfstrú forsenda fyrir árangri og hamingju í lífinu og elskar hún að geta samtvinnað hugræna og líkamlega þjálfun hjá Absolute Training.

Natalía Blær Maríudóttir

 

Natalía er með einkaþjálfara réttindi frá einkaþjálfara skóla World Class frá árinu 2018 og hefur starfað sem hóptíma kennari og þjálfari hjá World Class síðan byrjun ársins 2019. Hún stundar einnig BS nám við Háskóla Íslands í næringarfræði.

Natalía hefur gríðalegan áhuga á líkamananum og elskar að leiðbeina og hjálpa fólki með sín vandamál. Hún leggur mikla áherslu á rétta líkamsbreytingu. Hún er líka hjálpsöm og mikill peppari og elskar að hvetja fólk áfram í að ná sínum markmiðum.

 

Sandra Björg Helgadóttir

 

Sandra er með einkaþjálfararéttindi frá ISSA Trainer frá árinu 2011. Hún hefur þjálfað Spinning og CBC, Tabata, Hot Butt, hóptíma og dans frá árinu 2008. Ásamt því að stunda og þjálfa íþróttir lauk hún BS námi í iðnaðarverkfræði árið 2014. Hún hefur starfað á markaðssviði hjá Ölgerðinni í nokkur ár og hefur mikinn áhuga á markaðssetningu og fyrirtækjarekstri

 

Sandra hefur 14 ára reynslu frá Dale Carnegie námskeiðum. 5 ára reynslu sem þjálfari hjá Dale Carnegie og KVAN. Sjálf hefur hún mikinn áhuga á því að setja sér háleit markmið og þjálfa hugann í því að hugsa stórt. 
Sandra lifir fyrir það að hjálpa fólki að lifa því lífi sem því dreymir um.