Helga Sigrún Absolute Training
Helga Sigrún Ómarsdóttir
Helga Sigrún útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari árið 2010 og starfar á líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri. Hún er jafnframt í meistaranámi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.
Líkamsrækt og heilsa almennt eru hennar helstu áhugamál og hefur hún mikinn metnað fyrir því að aðstoða fólk við að ná sínum markmiðum. Hún nýtir jákvæðnina sína til að hvetja aðra áfram og finnst ekkert skemmtilegra en að sjá þegar fólk áttar sig á því að það getur alltaf aðeins meira en það heldur.