Hrafnhildur Ólafsdóttir

Hrafnhildur Ólafsdóttir

Hrafnhildur fékk alþjóðleg einkaþjálfararéttindi frá Intensive PT sumarið 2020. Hún er einnig viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reyjavík ásamt því að hafa lokið mastersnámi í fjármálum frá Queen Mary University of London árið 2018 en hún starfaði sem fjármálaráðgjafi í 2 ár.

Hrafnhildur prófaði margar íþróttir sem barn en fann sig að lokum í blaki sem hún æfði fram á unglingsárin en hætti að lokum vegna meiðsla. Það var ekki fyrr en árin 2015-2016 sem Hrafnhildur fann sig í Crossfit ásamt því að skrá sig í fjarþjálfun og fann í kjölfarið brennandi áhuga á lyftingum og heilsurækt.

 

Á seinustu árum hefur hún einnig tekið aftur upp á því að æfa blak og hefur mikinn áhuga á íþróttinni. Hrafnhildur hefur alltaf haft mikinn áhuga á að hjálpa öðrum og hefur nú fundið ástríðuna við að hjálpa fólki við að ná markmiðunum sínum og öðlast heilbrigðari lífstíl.