Inga Þóra Ingadóttir
Inga Þóra Ingadóttir
Inga er 36 ára, tveggja barna móðir, sem hefur brennandi áhuga á að hjálpa fólki að betrumbæta lífstíl sinn með því að verða besta útgáfan af sjálfum sér.
Inga er með fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum sem iðkandi, þjálfari og kennari. Hún er íþróttafræðingur frá Íþróttakennaraháskóla Íslands á Laugarvatni, CrossFit Level 2 þjálfari og með einkaþjálfararéttindi frá Montgomery Háskóla í Bandaríkjunum.
Síðustu 15 ár hefur Inga starfað sem hóp og einkaþjálfari bæði á Íslandi, Lúxemborg, Víetnam og í Belgíu og rekið CrossFit stöð í Lúxemborg. Hún hefur þjálfað fólk á öllum aldri, frá börnum og unglingum, upp í eldri borgara, fólk í mikilli yfirþyngd og atvinnuíþróttamenn.
Inga elskar að setja sér háleit markmið og stíga útfyrir þægindarammann. Hún hefur keppt á ótal mótum í fimleikum og frjálsum íþróttum, Heims- og Evrópuleikum í CrossFit, orðið bikarmeistari í Módel Fitness og tekið þátt í Navy Seals Hell Weekend svo eitthvað sé nefnt.