Lára Absolute Training
Lára Hafliðadóttir
Lára er reyndur þjálfari sem hefur bæði unnið með íþróttafólki og almenningi, af öllum kynjum. Lára spilaði lengi fótbolta hér á Íslandi þangað til að hún snéri sér alfarið að þjálfun. Hún hefur mikla reynslu sem bæði hlaupa og hjólaþjálfari, en hún hefur einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari og er í dag í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna Víkings sem fitnessþjálfari. Lára er einnig kennari á þjálfaranámskeiðum KSÍ þar sem hún kennir m.a. þol og styrktarþjálfun, mælingar og álagsstýringu.
Lára er með meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun, KSÍ-B þjálfaragráðu, ásamt ýmsum öðrum þjálfararéttindum. Lára hefur sérhæft sig í þjálfun kvenna, m.a. varðandi álagsstýringu og tíðahringinn og stefnir á doktorsnám á því sviði. Lára er í dag að klára fæðingarorlof en fyrir það starfaði hún hjá Greenfit þar sem hún framkvæmdi m.a. líkamlegar mælingar, var með ráðgjöf og hlaupaþjálfun. Lára er sjálf með mikla reynslu úr hlaupum, en hún hefur m.a. hlaupið maraþon og Laugaveginn, Hengilinn, Snæfellsjökuls- og Mýrdalshlaupið. Lára leggur líka mikla áherslu á styrktar og sprengikraftsþjálfun og telur slíka þjálfun vera mikilvæga í bland við þolþjálfun.
Lára á 2 börn undir 3 ára og hefur það að ákveðnu leyti breytt hennar nálgun á þjálfun og hreyfingu. Hún reynir eftir bestu getu að forgangsraða hreyfingu í sínu lífi en sýnir sér mildi þegar plan dagsins gengur ekki upp. Hún reynir líka að leggja áherslu á góðan svefn og næringu og að minnka stress og streitu en veit að það er ekki alltaf raunhæft, sérstaklega ekki með lítil börn. Hún hlustar því á líkamann og skalar niður æfingar eftir því sem dagsformið leyfir. Hún leggur mikið upp úr þessari nálgun í sinni þjálfun.