María Leifsdóttir

María Leifsdóttir er að ljúka við að sækja sér einkaþjálfararéttindi frá Intensive PT og hefur brennandi áhuga á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl.

Hún lærði dans frá unga aldri og hefur þar að auki góða reynslu sem danskennari. Einnig hefur hún tekið þátt fjölda sýninga sem dansari.

Hún lauk master í rekstrarverkfræði árið 2013 og stundar núna nám í kennslufræði við Háskóla Íslands.

María á tvær stelpur og býr á Seltjarnarnesi með fjölskyldu sinni. María kláraði Dale Carnegie námskeið árið 2019 sem opnaði augu hennar fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þess vegna finnst henni Absolute Training vera hin fullkomna blanda til þess að ná árangri bæði líkamlega og andlega.