Sandra Absolute Training

Sandra Björg Helgadóttir

 

Sandra er stofnandi og eigandi Absolute Training á Íslandi og þjálfaði Absolute Training námskeið í World Class Smáralind.

 

Sandra er með einkaþjálfararéttindi frá ISSA Trainer frá árinu 2011. Hún hefur þjálfað spinning og CBC, Tabata, Hot Butt, hóptíma og dans í World Class frá árinu 2008. Ásamt því að stunda og þjálfa íþróttir lauk hún BS námi í iðnaðarverkfræði árið 2014. Hún starfaði á markaðssviði hjá Ölgerðinni í nokkur ár og hefur mikinn áhuga á markaðssetningu og fyrirtækjarekstri

 

Sandra hefur frá 14 ára aldri reglulega sótt námskeið hjá Dale Carnegie og tók síðar þjálfararéttindi Dale Carnegie 25 ára gömul. Í dag starfar hún sem þjálfari og fyrirlesari hjá KVAN þar sem hún þjálfar fólk í að setja sér markmið, hugsa jákvætt og hindurnarlaust. Sjálf hefur hún mikinn áhuga á því að setja sér háleit markmið og þjálfa hugann í því að hugsa stórt. 

 

Í febrúar 2020 tók hún 200 tíma jógakennaranám hjá Yoga Union. 
Í dag býr Sandra í Los Angeles í Californiu þar sem hún stundar MBA nám í Loyola Marymount háskólanum. Hún stefnir á að ljúka því námi 2023. 
Sandra lifir fyrir það að hjálpa fólki að lifa því lífi sem því dreymir um. 

 

Fæðingadagur: 12. júlí 1990
Áhugamál: Dans, hreyfing, jóga, fyrirtækjarekstur, lestur, ferðalög, markmiðasetning, dagbækur, skipulag, heilinn og margt fleira.