Tinna Ósk Þórsdóttir


 Tinna Ósk er með einkaþjálfara réttindi frá ACE fitness. Hún hefur þjálfað hópatíma í Hressó líkamsrækt í Vestmannaeyjum síðan 2014. Þá aðallega hot fitness, core, spinning, buttlift og tabata.


Tinna var frekar sein til þess að finna sína ástríðu í hreyfingu, fann sig aldrei í neinum íþróttum sem barn. Það var ekki fyrr en um 17 ára aldurinn sem hún prófaði hina hefðbundnu líkamsrækt og fann þar hreyfingu sem hentaði henni vel.

Síðan þá var ekki aftur snúið og nú hefur hún brennandi áhuga á líkamlegri og andlegri heilsu.

Tinnu þykir fátt betra en að fá að hjálpa einstaklingum á þeirra vegferð í átt að betri heilsu. Því hún þekkir það af eigin raun hversu ljúft það er að finna sinn takt í hreyfingunni og virkilega njóta þess að ýta sér út fyrir þægindarammann, bæði líkamlega og andlega.

Absolute training er fullkomin vettvangur til þess.