ABSOLUTE TRAINING ANDLEG FJARÞJÁLFUN

ABSOLUTE TRAINING ANDLEG FJARÞJÁLFUN

Regular price
6.990 kr
Sale price
6.990 kr
Tax included.

Andlega þjálfun Absolute Training er sérstaklega hönnuð með það í huga að fólk læri að setja sér skýr og raunhæf markmið á sama tíma og hugurinn er þjálfaður í að trúa því að hann geti afrekað hvað sem er. Lærðu að hugsa stórt og komast í gegnum hindarnir. Lærðu að setja þér skýr markmið og kynnstu sjáfri/sjálfum þér betur. Vertu með í andlegu þjálfum Absolute Training. 

Á þessu námskeiði færð þú aðgang að andlegu æfingum Absolute Training. Hvert tímabil er 4 vikur og inniheldur hver vika 3 andlegar æfingar. 

Hver æfing inniheldur 5-10 mínútna myndband sem er fyrirlestur frá Söndru Björgu Helgadóttur, texta með öllum nauðsynlegum upplýsingum og 1-5 spurningum sem þú svarar í kjölfarið.

Andlega þjálfun Absolute Training er heils árs prógram, sem þýðir að þú getur stundað andlegu þjálfunina allan ársins hring og þannig hámarkað árangur þinn og fylgt eftir markmiðum þínum í hverri einustu viku út allt árið. Það er ný áhersla í andlega hlutanum í hverri einustu viku, en rauði þráðurinn í þjálfuninni er markmiðasetning. 

Við mælum með að vinna allar andlegu æfingarnar í stílabók Absolute Training þar sem hún er sérsniðin að andlega hluta þjálfunarinnar. 

Hægt er að versla stílabók Absolute Training hér og sækja í Gorilla vöruhús eða fá heimsent. 

1 mánuður inniheldur 12 andlega æfingar. Ótímabundin áskrift þýðir að þú sért að lágmarki bundin/nn í 2 mánuði og getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er eftir það. Við mælum með að stunda andlegu þjálfun Absolute Training allan ársins hring, með árunum verða svörin þín við spurningunum öðruvísi, þú öðlast meira sjálstraust, ferð að setja þér stærri markmið og hindranirnar verða aðrar. 

Við hlökkum til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum og þeim árangri sem þú þráir í lífinu.