Ef þig vantar að finna skýra stefnu og veist jafnvel ekki hvaða skref þig langar til að taka næst í lífinu, þá gæti einstaklingsráðgjöf verið eitthvað fyrir þig.
Einstaklingsráðgjöf getur hentað sérstaklega vel samhliða þjálfun hjá Absolute Training til hjálpa þér að hámarka árangur þinn.
Þegar þú hefur bókað viðtal þá hefur þjálfari samband í kjölfarið varðandi tímasetningu viðtals.
Þeir þjálfarar sem bjóða upp á markþjálfun í dag eru:
Sandra Björg Helgadóttir - sandra.helgad@gmail.com - einungis í boði sem viðtal á Zoo
Um Söndru:
Sandra hefur frá 14 ára aldri unnið í andlegri heilsu sinni og frá 25 ára aldri verið með þjálfararéttindi til að þjálfa aðra. Sandra hefur Dale Carnegie þjálfararéttindi og hefur starfað sem þjálfari hjá KVAN frá árinu 2016. Umfram það hefur hún frá 18 ára aldri verið aðstoðarþjálfari. Það má því að segja að hún búi yfir áralangri reynslu í þjálfun við markmiðasetningu, framtíðarsýn og andlega heilsu.
Sandra brennur fyrir því að hjálpa fólki að lifa heilbrigðu og hamingjusömu lífi. Hún trúir því að með því að vita hvað mann langar og fylgja því eftir finnum við innri ró og hamingju. Á sama tíma og Sandra hvetur fólk til þess að hugsa stórt og setja sér háleit markmið, leggur hún mikið upp úr því að fólk læri að njóta vegferðarinnar og muna hvað skiptir mestu máli í lífinu.