Þessi vara er ætluð þeim sem vilja viðhalda True Coach aðgangi sínum og hafa þannig aðgang að æfingunum sínum lengur en fjarþjálfunartímabilið stendur yfir.
Þegar þú skráir þig í fjarþjálfun hjá Absolute Training t.d. í 4 vikur, þá færð þú aðgang að appinu True Coach. Þú hefur aðgang að appinu og öllum þínum æfingum yfir þetta 4 vikna tímabil, eða það tímabil sem þú skráir þig í.
Náir þú ekki að klára æfingarnar sem eru skráðar í appið á þeim tíma gefst þér því kostur á að framlengja aðganginum að appinu án þess að fá inn nýjar æfingar.
Hægt er að framlengja um 1 mánuð í senn og kostar það 990 kr.