Absolute viðtal - Andrea Sigurðardóttir

Andrea Sigurðardóttir er næsti viðmælandi Absolute Training bloggsins. Andrea er 27 ára og hefur æft dans og íþróttir frá því að hún var barn og hefur verið iðkandi Absolute training frá fyrsta degi prógrammsins en Andrea var einmitt fyrsti iðkandinn.

Uppáhalds umræðu efni Andreu í andlega hlutanum eru andleg skoðun og markmiða setning og hún segist hafa sett sér allskonar markmið ,,ég set mér markmið vikulega og mánaðarlega. Markmiðin eru bæði stór og smá allt frá því til dæmis að búa um rúmið upp í að kaupa íbúð”. Eitt af markmiðunum sem Andrea hefur náð á námskeiðunum er einmitt

að kaupa sér sína fyrstu eign og lýsir hún því sem alsælu tilfinningu. Þegar kemur að uppáhalds líkamlegu æfingu segir Andrea ,,Assault hól, en það er samt svona love hate samband”. 

,,Absolute training hefur hjálpað mér að ná markmiðum mínum andlega og líkamlega á hinum ýmsu stöðum í lífinu sem ég hefði aldrei haft trú á. Ég er afar þakklát og stoltur iðkandi Absolute training og myndi mæla með af öllu hjarta” segir Andrea um það sem Absolute training hefur gert fyrir hana. Hún segir að það besta við prógrammið sé stemmingin og einlægnin á námskeiðunum. Andrea hefur í Covid verið dugleg að taka þátt í fjarþjálfun Absolute training og segir ,,í covid er þetta alveg súper en ég elska að mæta á æfingu í góðum hópi svo ég hef saknað þess. Fjarþjálfunin er fullkomin ef maður kemst ekki og er á ferð og flugi eða eins og staðan er í heiminum í dag”. 

 

 

 

Að lokum segir Andrea ,, Ef ég ætti að lýsa Absolute Training í einni setningu væri það: Lífslest sem hjálpar manni að ná árangri andlega og líkamlega. Að lokum vil ég bara segja að ég persónulega mæli af öllu hjarta með að allir prófi Absolute Training. Þetta lestarkerfi, eins og ég vil kalla það, kennir manni svo ótrúlega margt stórt og smátt sem hjálpar fólki við að ná árangri líflega, andlega og líkamlega!” 

Takk Andrea fyrir að vera Team Absolute Training og takk fyrir falleg orð. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viðtal og myndir eftir Lilju Gísla @liljagisla

 

 

 

 

Leave a comment

Name .
.
Message .

Please note, comments must be approved before they are published