Absolute viðtal - Anna Ósk Ólafsdóttir

Anna Ósk Ólafsdóttir átti tveggja ára Absolute Training afmæli á dögunum og því ekki annað við hæfi en hún sé næsti viðmælandi bloggsins. 

Anna er 41 árs og hefur æft Absolute training frá því í maí 2019. Hún byrjaði hjá Elfu í Ögurhvarfi en færði sig svo yfir til Söndru í Smáralindina í September sama ár. Anna hefur einnig tekið fjarþjálfun hjá Absolute Training á Covid tímum og segir að fjarþjálfunin sé mjög fín og appið frábært, en það sé ekkert sem toppar að mæta í salinn og æfa með öðrum. 

Anna segir að uppáhalds æfingin hennar sé burpees. ,,Þegar ég byrjaði í Absolute Training hafði ég aldrei gert burpee og fyrsta mánuðinn var ég ekkert mjög hrifin af æfingunni. Þegar ég var að klára annan mánuðinn minn hjá Elfu áttu ég 40 ára afmæli og fékk afmælisæfingu þar sem ég átti að leiða hópinn og gera 40 burpees og eftir það hef ég elskað burpees”. 

 

Eins og flestir sem þekkja Absolute Training vita er markmiðasetning mjög stór hluti af námskeiðinu og því ákvað ég að spyrja Önnu út í hennar markmið og hvernig þau hafa gengið þessi tvö ár. ,,Ég set mér oftast markmið tengd heilsunni, bæði andlegu og líkamlegu. Síðasta sumar voru markmiðin tengd hlaupi þar sem ég ætlaði að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og fannst það mjög skemmtilegt”. Anna byrjaði á að setja sér markmið að geta hlaupið 1 km og lengdi svo vegalengdina. Sökum Covid var svo ekkert Reykjavíkur maraþon en Anna lét það ekki stoppa sig og endaði sumarið á að hlaupa 10 km í  sínu eigin maraþoni. Anna hefur einnig sett sér markmið tengt sinni uppáhalds æfingu ,,ég setti mér líka markmið í apríl í fyrra að gera 100 burpees á dag allann mánuðinn. Það var hrikalega erfitt en ég hélt út og kláraði það, fannst það magnað”. 

Þegar ég spyr Önnu hvort það séu aðrar æfingar í andlega hlutanum sem eru í uppáhaldi segir hún að æfingarnar séu flestar frábærar og nýtist henni vel. ,,Umræðan um venjur og rútínu, þar náði ég að setja mér góðar venjur sem ég var aðeins í vandræðum með. Taka vítavín alla daga, búa um rúmið og hafa bara einn nammidag. Það sem ég tengdi svo rosalega við var elsku Rútan og lífshjólið sem er líka skemmtilegt”. 

En hvað hefur Absolute Training gert fyrir Önnu? ,, Absolute Training hefur hjálpað mér svo ótrúlega mikið. Kennt mér að setja raunhæf markmið sem gaman er að vinna að og sýnt mér að hreyfing getur verið ótrúlega skemmtileg. Andlegi hlutinn er svo ótrúlega gagnlegur fyrir svo margt í lífinu, þar eru umræðuefnin svo fjölbreytt og oft eitthvað sem maður hugsar ekki út í í daglega lífinu en gefa svo mikið þegar maður fer að skoða það. Svo fékk ég að kynnast Söndru þjálfara sem er einn mesti peppari sem ég veit um, ótrúlega drífandi, óhrædd við að láta drauma sína rætast og bara frábær fyrirmynd. Þetta eru frábærar æfingar líkamlegar og andlegar í skemmtilegum félagsskap”. 

Að lokum segir Anna ,,ég mæli með Absolute Training fyrir alla, þetta er svo fjölbreytt og skemmtilegt. Alveg sama á hvaða aldri eða líkamlega formi þú ert”. 

 

 

 

Viðtal og myndir eftir Lilju Gísla @liljagisla

 

 

 



Leave a comment

Name .
.
Message .

Please note, comments must be approved before they are published