Absolute Viðtal - Lilja Gísla

Lilja Björg er tuttugu og átta ára gömul og búsett í Reykjavík. Lilja starfar sem þjónusturáðgjafi hjá Arion banka ásamt því að vera sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. Hennar helstu áhugamál eru allt sem við kemur förðun og húðumhirðu, ferðalög, tónlist og eldamennska. ,,Ég hef alltaf verið að reyna að koma mér af stað í ræktinni og hef átt erfitt með að halda mér við, allt þangað til ég fann Absolute Training”. 

Lilja byrjaði að æfa í Febrúar 2019 eftir að hafa komið í prufutíma í Janúar sama ár. Hún æfði frá febrúar og út nóvember 2019 en tók þá pásu í desember og janúar og byrjaði svo aftur að æfa í  lok febrúar 2020. ,,Ég fann bara að þessi rúmlega tveggja mánaða pása var nóg og ég saknaði þess að mæta og huga að andlegri og líkamlegri heilsu.”

Lilja Gísla ásamt Söndru Helga, þjálfara hjá Absolute Training

En hver er þín uppáhalds æfing? ,,Uppáhalds æfingin mín er líklega hnébeygjur á jafnvægisbolta og ég elska pýramída æfingar, ótrúlegt en satt. Ég á líka í miklu love/hate sambandi við Assault bike og það er eiginlega ein af mínum uppáhalds æfingum þó hún sé á sama tíma ein sú lang erfiðasta”. 

Hvaða markmið hefur þú sett þér og hvernig hafa þau gengið? ,,Ég hef sett mér ótrúlega mikið af markmiðum, misgáfulegum vissulega en hef þó náð ótrúlegustu markmiðum. Ég hef t.d. klárað mitt fyrsta lag, útskrifast sem förðunarfræðingur og náð að koma æfingum og góðum svefn í rútínu. Markmið sem hafa gengið verr eru t.d. að ná að hlaupa ákveðnar vegalengdir og missa ákveðinn kílóa fjölda. Ég hef komist að því að hlaup henta mér alls ekki og það truflar ekki æfingar mínar hjá Absolute, ég get alltaf fengið að hjóla eða róa í staðinn.”

Lilja Gísla á Assault hjólinu sem allir elska - á æfingu hjá Natalíu á Tjarnarvöllum

Hvert er þitt uppáhalds umfjöllunarefni í andlega þættinum? ,,Uppáhalds æfingin mín í andlega þættinum fyrir utan bara markmiðasetningu er Bucketlistinn. Við gerðum bucketlista og ég setti hluti á þann lista sem ég átti engan vegin von á að ég myndi afreka í nánustu framtíð. Á þessum lista var meðal annars að eignast mína eigin íbúð sem gerðist svo í lok síðasta árs, alveg mjög óvænt. Markmið eru orðin svo stór hluti af lífi mínu eftir að ég kynntist Absolute Training að ég set mér markmið á hverjum einasta degi.” 

Hvað hefur Absolute training gert fyrir þig? ,,Absolute training hefur gefið mér svo mikið af verkfærum til þess að nota við að setja mér markmið og huga að minni andlegu heilsu. Einnig hefur það hjálpað mér við að finnast gaman að hreyfa mig og líða vel á æfingum og í líkamsræktarstöðvum. Það er ómetanlegt að finna stuðning þjálfaranna og hópsins á æfingum og ég hef eignast fullt af yndislegum vinkonum á þessu ári sem ég hef kynnst hjá Absolute training”.

Upplifun þín á Absolute Training í einni setningu: ,,Frábærir þjálfarar sem hjálpa mér að ná mínum markmiðum í andlegri og líkamlegri heilsu og aðstoða mig við að gera æfingarnar svo þær henti mér og minni getu

Lilja Gísla er með Instagram reikning @liljagisla og heldur úti bloggi á Platonic.is 

Leave a comment

Name .
.
Message .

Please note, comments must be approved before they are published