Absolute Viðtal - Valentina Tinganelli

Valentína Tinganelli er 33 ára nýbökuð móðir. Valentína kynntist Absolute Training í Janúar 2019 í gegnum vinkonu sína sem lofsamaði námskeiðið mikið. Þegar ég spyr hana um uppáhalds æfinguna hennar segir hún ,,ótrúlegt en satt burpees. Fyrst þá þoldi ég ekki þessa æfingu því ég gat ekki gert þetta vel. Svo leið tíminn og ég fór að ná taktinum og þá varð þetta bara geggjað”. Valentína hefur sett sér allskonar markmið síðan hún byrjaði að æfa Absolute training í upphafi snerist það aðallega um að ná góðri líkamlegri og andlegri heilsu, byggja upp þol og annað slíkt áður en hún yrði ólétt. ,,Í dag er ég ekki í góðu formi þar sem það er stutt síðan ég átti, en ég veit að það verður lítið mál að ná því aftur upp”. Síðar urðu markmiðin með öðru sniði og beindust þá meira að því að flytja í stærri eign, hanna og koma með nýjar vörur fyrir vörumerkið hennar, Tinganelli Reykjavík. Stundum voru þó markmiðin jafn einföld og bara það að borða fisk einu sinni í viku. Stærsta markmiðið sem Valentína hefur náð var að verða ólétt og lagði hún mikla áherslu á að ná að koma líkamanum í gott form fyrir það. Einnig hefur hún náð að tileinka sér meira skipulag með þau verkefni sem hún hefur sett sér bæði persónulega og tengd starfi. 

Uppáhalds umfjöllunarefni Valentínu í andlegapartinum eru tvö, ótti og mistök. ,,Sandra talaði um ótta, hvernig það er ekki gott að láta óttan stjórna sér og reyna að gera allt til að yfirstíga hann. Þessi partur hjálpaði mér helling eftir umræður og pælingar og ég komst yfir allskonar hindranir sem ég átti erfitt með að gera. Einn af mínum óttum var að labba um á bikiníi í sundi og í útlöndum, með verkfærum sem Sandra gaf okkur þá náði ég að yfirstíga þennan ótta, þvílíka frelsið”.  Um mistökin hefur Valentína þetta að segja ,,hvernig maður getur tekið það jákvæða út úr mistökunum sem maður hefur gert til að koma í veg fyrir að gera þau aftur. Ég er að reka fyrirtæki og hef gert all nokkur mistök, eina sem maður getur gert í slíkum aðstæðum er að læra af reynslunni og halda áfram. Sandra er stór gullkista full af frábærum punktum hvað varðar andlega heilsu og hvernig við getum notað einföldustu leiðir til að verða enn betri. Ég hefði aldrei getað trúað því hversu gott væri að rækta líkama og sál á sama tíma”. 


Þegar ég spyr Valentínu hvað Absolute training hafi gert fyrir hana segir hún það vera svo margt. ,,Absolute training hefur gert mig að sterkari konu sem er óhrædd að taka nýjum áskorunum því ég veit að ég get tæklað þær. Það hefur fyllt mig af sjálfstrausti hvað varðar hreyfingu og að maður þarf ekki að líta ákveðið út til þess að geta gert æfingarnar. Einnig hef ég kynntst fullt af frábærum konum sem er gaman að æfa með. Ég fann gleðina að byrja að æfa aftur og það er skemmtilegt en ekki kvöð”. Það besta við námskeiðið segir Valentína vera hvað allir séu velkomnir alveg sama í hvaða formi fólk er og hver og einn fær rými til þess að gera hlutina og æfingarnar á sínum hraða. ,,Það eru engir fitufordómar og bara endalaust pepp og gleði. Svo bara Sandra, hún er algjör peppari, yndisleg, jákvæð og hjartahlý kona sem tekur alltaf á móti manni, frábær þjálfari”. 


Valentína hefur ekki prófað fjarþjálfun Absolute training en ætlar sér að gera það. Hún segir að hún sjálf sé ekki spennt fyrir því að æfa heima en sökum aðstæðna í samfélaginu sé það það eina rétta í stöðunni. Hún segir að það hjálpi alveg mikið til að sjá hversu vel upp sett námskeiðið er í fjarþjálfuninni og hversu falleg myndböndin með æfingunum séu. 


Valentína segir að besta ákvörðun sem hún hafi tekið hafi verið að skrá sig til leiks í Absolute Training í Janúar 2019. 

Viðtal og myndir eftir Lilju Gísla @liljagisla

Leave a comment

Name .
.
Message .

Please note, comments must be approved before they are published