Hlaup og styrkur - Fjarþjálfun Láru
Hlaup og styrkur - Fjarþjálfun Láru

Hlaup og styrkur - Fjarþjálfun Láru

Regular price
27.980 kr
Sale price
17.990 kr
Tax included.

Hlaupa- og/eða styrktarþjálfun fyrir einstaklinga sem annars vegar stefna á að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu en einnig fyrir þá sem vilja njóta þess að hlaupa án þess að setja sér markmið eða taka þátt í keppni. Styrktarþjálfun fyrir hlaupara, sem og aðra einnig í boði. 

Þjálfari: Lára Hafliðadóttir

Hefst mánudaginn 6.maí, en þá eru 16 vikur í Reykjavíkurmaraþonið. 
Val er um 4 eða 8 vikur, en þeir sem kaupa 8 vikur fá forgang á næsta 8 vikna námskeið, sem eru síðustu 8 vikurnar fyrir Reykjavíkurmaraþonið.

Framhaldsnámskeiðið hefst mánudaginn 1.júlí, en þá eru 8 vikur í Reykjavíkurmaraþonið.
-21Km: hentar þeim sem hafa hlaupið að e-ju leyti undanfarnar vikur, ca 10km+ í lengstu hlaupunum sínum. Sem og reyndari hlaupurum. 
-10km: Hentar flestum
-Almennt námskeið: Hentar flestum

Algjörum byrjendum er bent á hlaupanámskeið hjá Vivus þjálfun: vivus.is


*Frekari upplýsingar veitir Lára; larhaf á Instragram

Þjálfunin fer fram í gegnum TrueCoach

Námskeið 1: fyrir 21 km: 3-5 hlaup í viku
Námskeið 2: fyrir 10 km: 3-5 hlaup í viku
- Byggjum upp góðan grunn með blöndu af rólegum hlaupum, brekkusprettum og lotuþjálfun (Fartlek, Interval, Threshold hlaup). Stigvaxandi álag út tímabilið. Einstaklingsmiðuð þjálfun; fjöldi æfinga, erfiðleikastig og hraðaviðmið (þegar við á) miða út frá hverjum og einum. Æfingavikunni er stillt upp eftir getu, þörfum og áherslum viðkomandi, en þó alltaf með þjálffræðina að leiðarljósi.

Aðstoð, hvatning og fræðsla frá þjálfara
-Valmöguleiki að bæta við styrktarþjálfun fyrir hlaupara 2x í viku. 

Verð fyrir 4 vikur, án styrks: 10.990 kr.

Verð fyrir 4 vikur, með styrk: 13.990 kr.
Verð fyrir 8 vikur, án styrks: 15.990 kr.
Verð fyrir 8 vikur, með styrk: 17.990 kr.

Hugmynd að æfingaviku:
Mánudagur: Interval eða Fartlek
Þriðjudagur: Styrkur
Miðvikudagur: Stutt og rólegt (Zone 2) / eða frí
Fimmtudagur: Brekkusprettir eða threshold
Föstudagur: Styrkur
Laugardagur: Langt og rólegt (Zone 2)
Sunnudagur: Frí

Námskeið 3: Almennt: 2-5 hlaup í viku
-Hugsað fyrir þá sem stefna ekki á sérstakt keppnishlaup í sumar en vilja fjölbreyttar hlaupaæfingar til að byggja upp góðan grunn með stigvaxandi álagi, hafa gaman og njóta þess að hlaupa.

Aðstoð, hvatning og fræðsla frá þjálfara. Við stillum upp æfingavikunni eftir getu, þörfum og áherslum viðkomandi, en þó alltaf með þjálffræðina að leiðarljósi. 
-Hægt er að taka æfingarnar á öðru þrektæki, t.d. hjóli

-Valmöguleiki að bæta við styrktarþjálfun fyrir hlaupara 2-3x í viku

Verð fyrir 4 vikur, án styrks: 9.990 kr.

Verð fyrir 4 vikur, með styrk: 12.990 kr.
Verð fyrir 8 vikur, án styrks: 14.990 kr.
Verð fyrir 8 vikur, með styrk: 16.990 kr.

Námskeið 4: Styrkur: 2-3 æfingar í viku
-2x styrktaræfingar í viku, með áherslu á styrk og sprengikraft. Hentar vel fyrir hlaupara. Val um gym eða heimaæfingar. Meiri áhersla á að byggja upp þyngdir (þegar við á) og lengri pásur, frekar en mikla keyrslu og stuttar pásur. 
-

Möguleiki að bæta þriðju æfingunni við: 1x HIIT / WOD: Meiri keyrsluæfing. 

Verð fyrir 4 vikur: 9.990 kr.
Verð fyrir 8 vikur: 14.990 kr.

Hugmynd að almennri æfingaviku:
Mánudagur: Lotuþjálfun (hlaup eða hjól)
Þriðjudagur: Styrkur (+ stutt zone 2 eftir styrkinn)
Miðvikudagur: Róleg þolþjálfun (Zone 2 hlaup eða hjól) / eða frí
Fimmtudagur: Brekkusprettir (hlaup eða hjól)
Föstudagur: Styrkur
Laugardagur: Zone 2 (Hlaup eða hjól) / WOD
Sunnudagur: Frí

Lára hefur samband við þig áður en þjálfun hefst og veitir þér allar helstu upplýsingar. 

Velkomið að senda spurningar á okkur á instagram; Absolute Training (the_absolute_training) og Lára (larhaf)

Um Láru:

Lára er reyndur þjálfari sem hefur bæði unnið með íþróttafólki og almenningi, af öllum kynjum. Lára spilaði lengi fótbolta hér á Íslandi þangað til að hún snéri sér alfarið að þjálfun. Hún hefur mikla reynslu sem bæði hlaupa og hjólaþjálfari, en hún hefur einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari og er í dag í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna Víkings sem fitnessþjálfari. Lára er einnig kennari á þjálfaranámskeiðum KSÍ þar sem hún kennir m.a. þol og styrktarþjálfun, mælingar og álagsstýringu. Lára er með meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun, KSÍ-B þjálfaragráðu, ásamt ýmsum öðrum þjálfararéttindum. Lára hefur sérhæft sig í þjálfun kvenna, m.a. varðandi álagsstýringu og tíðahringinn og stefnir á doktorsnám á því sviði. Lára var að klára fæðingarorlof en fyrir það starfaði hún hjá Greenfit þar sem hún framkvæmdi m.a. líkamlegar mælingar, ráðgjöf varðandi heilsu og frammistöðu og hlaupaþjálfun. Í dag starfar hún við rannsóknir í Háskólanum í Reykjavík, ásamt því að þjálfa. Lára er sjálf með mikla reynslu úr hlaupum, en hún hefur m.a. hlaupið maraþon og Laugaveginn, Hengilinn, Snæfellsjökuls- og  Mýrdalshlaupið. Lára leggur líka mikla áherslu á styrktar og sprengikraftsþjálfun og telur slíka þjálfun vera mikilvæga í bland við þolþjálfun. 

Lára á 2 börn undir 3 ára og hefur það að ákveðnu leyti breytt hennar nálgun á þjálfun og hreyfingu. Hún reynir eftir bestu getu að forgangsraða hreyfingu í sínu lífi en sýnir sér mildi þegar plan dagsins gengur ekki upp. Hún reynir líka að leggja áherslu á góðan svefn og næringu og að minnka stress og streitu en veit að það er ekki alltaf raunhæft, sérstaklega ekki með lítil börn. Hún hlustar því á líkamann og skalar niður æfingar eftir því sem dagsformið leyfir. Hún leggur mikið upp úr þessari nálgun í sinni þjálfun.