Þjálfaranámskeið Absolute Training

Þjálfaranámskeið Absolute Training

Regular price
49.900 kr
Sale price
49.900 kr
Tax included.

Þjálfaranámskeið Absolute Training er skilyrði til þess að geta farið að þjálfa Absolute Training námskeið. 

Á þjálfaranámskeiðinu er farið yfir 12 mánaða æfingaprógram Absolute Training í andlegri þjálfun. Einnig er farið í áhersluatriðin í líkamlegu þjálfuninni sem og gildi fyrirtækisins. 

Á námskeiðinu munt þú styrkjast sem þjálfari, þú munt skerpa þjálfunartækni þína og fara sjálf/sjálfur í gegnum æfingarnar í andlegu þjálfuninni og þannig kynnast sjálfri/sjálfum þér enn betur sem gerir þér kleift að miðla reynslu þinni á skilvirkari hátt og þannig leiðbeina þátttakendum Absolute Training betur. 

Hugmynd Absolute Training er að sameina þjálfara undir einum hatti sem hafa áhuga á að þjálfa líkamlega og andlega heilsu. Í öllu markaðsefni eru þjálfarar vel kynntir og námskeið auglýst. Með þessu móti munu þjálfarar líka fá auka auglýsingar umfram þar sem þeir eru sjálfir að kynna sig. 

Þjálfari námskeiðs: Sandra Björg Helgadóttir og Lára Hafliðadóttir 

------------------------------------------------------------

Tímasetning

Mánudagurinn 22. nóvember 2021 - kl. 17 - 22 (Staðsetning: World Class Laugum) 

Dagskrá námskeiðs

17:00 - 17:30 Gildi Absolute Training og einkenni þjálfara 

17:30 - 18:30 Andlega þjálfun Absolute Training - heils árs yfirlit

18:30 - 18:45 Pása

18:45 - 19:15 Andlega þjálfun Absolute Training - Þjálfarar vinna verkefni út frá sér persónulega

19:15 - 19:30 Pása 

19:30 - 21:30 Áherslur í þjálfun á andlegu æfingunum

21:30 - 21:45 Áherslur í þjálfun á líkamlegu æfingunum 

21:45 - 20:00 Samantekt 

------------------------------------------------------------

Til að verða Absolute Training þjálfari þarf að senda umsókn á sandra.helgad@gmail.com. Helstu skilyrði eru að viðkomandi sé með þjálfararéttindi, einkaþjálfararéttindi eða önnur réttindi sem sýna fram á að viðkomandi sé með þekkingu á mannslíkamanum til að leiðbeina fólki í allskyns æfingum. 

Viðkomandi þarf svo að vera tilbúin að fara í gegnum þjálfaranámskeið Absolute Training (sem þú getur skráð þig á hér) til að kynnast efni námskeiðsins sem er þjálfað í andlega hlutanum. 

------------------------------------------------------------

Möguleiki er að fá námskeiðið styrkt af stéttarfélagi.